Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Kæra, frú, bréfið fékk ég fyrir löngu. Ég var ekkert nema tilhlökkunin þegar ég vissi að von væri á herranum heim,“ sagði Run Tu. „Þú ert orðinn alltof kurteis. Þið kölluðuð nú hvor annan bróður áður fyrr, var það ekki? Hafðu það eins og áður: Xun bróðir,“ sagði móðir mín glað- lega. „Ó, kæra frú, hvaða mannasiðir geta það nú kallazt? Þá vorum við börn og vissum ekki neitt . ..“ um leið og hann talaði benti hann Shui Sheng að koma og hneigja sig, barnið var hins vegar feimið og þrýsti sér bara enn fast- ar upp að baki föður síns. „Hann er einmitt Shui Sheng, er það ekki? Fimmta barnið. Allir eru hér ókunnugir, það er ekki nema eðlilegt að hann sé feiminn. Væri þá ekki betra að hann færi út með Hong Er að leika sér,“ sagði móðir mín. Hong Er heyrði þetta og benti honum þegar að koma. Shui Sheng gekk frjálslega út með hon- um. Móðir mín bauð Run Tu að setjast, hann hikaði stundarkorn en settist þó að lokum. Hann lagði pípuna á borðið og rétti fram böggulinn, og sagði: „Það er ekkert til á veturna. Þetta er ögn af þurrkuðum baunum, ég þurrkaði þær sjálfur; gjörðu svo vel herra.“ Ég spurði hann um heimilisástæður. Hann hristi höfuðið. „Mjög erfitt. Þótt sjötta barnið geti líka hjálpað til þá er aldrei nóg að borða ... það er heldur ekki friðsamt ... alls staðar verður að greiða peninga, engar fastar reglur ... uppskeran var líka slæm. Maður ræktar eitthvað, kemur því á markað, en verður að margborga af því skatta, það ber sig ekki, ef maður selur það ekki, grotnar það bara niður.“ Hann hélt áfram að hrista höfuðið. Þótt andlitið væri rist ótal rúnum, var þar enga hræringu að sjá, eins og það væri af steini. Hann varð aðeins að þola harð- réttið, en skorti orð til að lýsa því. Hann þagnaði um stund, dró fram pípuna og reykti þögull. Móðir mín sem vissi að annríki var mikið hjá honum heima fyrir, spurði hann og fékk að vita að hann yrði að halda heim daginn eftir. Hann hafði ekki borðað svo að hún sagði honum að fara fram í eldhús að hita sér mat og borða. Hann fór fram. Við andvörpuðum bæði yfir ástæðum hans: Mörg börn, skortur, þungir skattar, her, glæpalýður, embættismenn og aðall; allir þessir þættir krömdu hann líkt og leikbrúðu. Móðir mín sagði við mig: „Allt það sem við þurfum ekki að flytja með okkur, skulum við bjóða honum, hann getur valið úr.“ Síðdegis, hann hafði valið sér nokkra hluti; tvö löng borð, 4 stóla, eitt reykelsisker og kertastjaka og eina reizlu. Hann ætlaði líka að taka alla öskuna (við hér brennum stönglum af hrísi; slík aska er góður áburður á sendna 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.