Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 31
SAMSKIFTI VIÐ KÍNVERJA veldinu frá upphafi mikla óvild og á köflum fullan fjandskap. Um langt skeið mokuðu þau fé, vopnum og varningi í leifar Kúómíntang-flokks- ins til að hefta frelsisbaráttu kín- verskrar alþýðu, sem þau kölluðu jafnan yfirgang kommúnista. Þegar Tsjang Kaj-sjek var ekki lengur stætt á meginlandi Kína og flýði í ofboði til Tajvan ásamt flokksleifum sínum og málaliði, afréð bandaríkjastjórn að hjálpa honum til að halda eyju þessari, hvað sem það kostaði. Síðan hefur hún komið upp gífurlegri her- stöð á Tajvan, átt í þrotlausum erjum út af öðrum eyjum við Kínastrendur, Kvemoj og Matsú, háð mannskæða styrjöld í Kóreu við hersveitir kín- verska alþýðulýðveldisins, bannfært öll viðskifti við þetta vonda lýðveldi og lagt metnað sinn í að bægja því frá alþjóðlegum samtökum. Allt til þessa dags hafa bandarísk stjórnarvöld bar- ið höfðinu við steininn og haldið því fram eins og í óráði, að stjórn Tsjang Kaj-sjeks í herstöðinni á Tajvan sé hin eina rétta stjórn kínverja og full- gildur málsvari þeirra á alþjóðavett- vangi. Að vísu munu fáir hafa farið harðari orðum um Tsjang Kaj-sjek og soralegar leifar Kúómíntang- flokksins en ýmsir ráðgjafar og eftir- litsmenn bandaríkjastjórnar; en hvorki rök þeirra né annarra hafa megnað að fá bandaríkjastjórn til að endurskoða afstöðu sína til kínverska alþýðulýðveldisins, létta af því við- skiftabanni og hætta að beita sér gegn aðild þess að alþjóðastofnunum. Fyr- ir bragðið hefur sex hundruð og fimmtíu miljónum kínverja verið fyrirmunað að leggja nokkuð til mál- anna innan vébanda Sameinuðu þjóð- anna, þar sem leitazt skal við að ráða á friðsamlegan hátt fram úr deilum og vandræðum alls mannkyns. Margar ríkisstjórnir á Vesturlönd- um hafa talið þessa stefnu bandaríkja- manna heimskulega og unað henni illa eða beinlínis neitað að fylgja henni. Bretar viðurkenndu stjórn kín- verska alþýðulýðveldisins eins fljótt og því varð við komið, eða snemma í janúar 1950, og hafa æ síðan smogið þannig gegnum girðingu viðskifta- bannsins, að nokkuð hefur reynt á þolrif bandarískra vina þeirra. Senni- lega er það rétt, að Hongkong hafi ráðið jafnmiklu um afstöðu breta og vilji þeirra til að meta staðreyndir; en Hongkong rak þó ekki á eftir finn- um, svíum, norðmönnum og dönum, sem komu allir á eðlilegu stjórnmála- sambandi við kínverska alþýðulýð- veldið þegar í ársbyrjun 1950. Þess er og skemmst að minnast að utanríkis- ráðherrar Norðurlanda og íslands samþykktu á fundi síðastliðið sumar að styðja væntanlega tillögu um að- ild kínverska alþýðulýðveldisins að Sameinuðu þjóðunum. Þegar til kast- anna kom, skarst reyndar fulltrúi ís- lands úr leik, svo sem við mátti búast, sat hjá við atkvæðagreiðslu um slíka 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.