Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 31
SAMSKIFTI VIÐ KÍNVERJA
veldinu frá upphafi mikla óvild og á
köflum fullan fjandskap. Um langt
skeið mokuðu þau fé, vopnum og
varningi í leifar Kúómíntang-flokks-
ins til að hefta frelsisbaráttu kín-
verskrar alþýðu, sem þau kölluðu
jafnan yfirgang kommúnista. Þegar
Tsjang Kaj-sjek var ekki lengur stætt
á meginlandi Kína og flýði í ofboði
til Tajvan ásamt flokksleifum sínum
og málaliði, afréð bandaríkjastjórn
að hjálpa honum til að halda eyju
þessari, hvað sem það kostaði. Síðan
hefur hún komið upp gífurlegri her-
stöð á Tajvan, átt í þrotlausum erjum
út af öðrum eyjum við Kínastrendur,
Kvemoj og Matsú, háð mannskæða
styrjöld í Kóreu við hersveitir kín-
verska alþýðulýðveldisins, bannfært
öll viðskifti við þetta vonda lýðveldi
og lagt metnað sinn í að bægja því frá
alþjóðlegum samtökum. Allt til þessa
dags hafa bandarísk stjórnarvöld bar-
ið höfðinu við steininn og haldið því
fram eins og í óráði, að stjórn Tsjang
Kaj-sjeks í herstöðinni á Tajvan sé
hin eina rétta stjórn kínverja og full-
gildur málsvari þeirra á alþjóðavett-
vangi. Að vísu munu fáir hafa farið
harðari orðum um Tsjang Kaj-sjek
og soralegar leifar Kúómíntang-
flokksins en ýmsir ráðgjafar og eftir-
litsmenn bandaríkjastjórnar; en
hvorki rök þeirra né annarra hafa
megnað að fá bandaríkjastjórn til að
endurskoða afstöðu sína til kínverska
alþýðulýðveldisins, létta af því við-
skiftabanni og hætta að beita sér gegn
aðild þess að alþjóðastofnunum. Fyr-
ir bragðið hefur sex hundruð og
fimmtíu miljónum kínverja verið
fyrirmunað að leggja nokkuð til mál-
anna innan vébanda Sameinuðu þjóð-
anna, þar sem leitazt skal við að ráða
á friðsamlegan hátt fram úr deilum og
vandræðum alls mannkyns.
Margar ríkisstjórnir á Vesturlönd-
um hafa talið þessa stefnu bandaríkja-
manna heimskulega og unað henni
illa eða beinlínis neitað að fylgja
henni. Bretar viðurkenndu stjórn kín-
verska alþýðulýðveldisins eins fljótt
og því varð við komið, eða snemma í
janúar 1950, og hafa æ síðan smogið
þannig gegnum girðingu viðskifta-
bannsins, að nokkuð hefur reynt á
þolrif bandarískra vina þeirra. Senni-
lega er það rétt, að Hongkong hafi
ráðið jafnmiklu um afstöðu breta og
vilji þeirra til að meta staðreyndir;
en Hongkong rak þó ekki á eftir finn-
um, svíum, norðmönnum og dönum,
sem komu allir á eðlilegu stjórnmála-
sambandi við kínverska alþýðulýð-
veldið þegar í ársbyrjun 1950. Þess er
og skemmst að minnast að utanríkis-
ráðherrar Norðurlanda og íslands
samþykktu á fundi síðastliðið sumar
að styðja væntanlega tillögu um að-
ild kínverska alþýðulýðveldisins að
Sameinuðu þjóðunum. Þegar til kast-
anna kom, skarst reyndar fulltrúi ís-
lands úr leik, svo sem við mátti búast,
sat hjá við atkvæðagreiðslu um slíka
21