Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
mannúðar og hygginda styðji hann
[: Einar Kvaran] umburðarlyndi sitt
ýmist með því að dreifa allri ábyrgð
og gera hana marklausa, eða með því
að kenna, að allt lífið sé barnaleikur
og hégómi.“ (Bls. 64).
Á þessari undirstöðu er gagnrýni
Sigurðar Nordals reist: Þeim sem lifa
eftir æðra-sj ónarhóls-kenningunni
hættir til að verða ófærir um að heyja
það „návígi við veruleikann“ sem
Sigurður Nordal talar um í annarri
bók, og er upphaf mannlegs þroska,
— vegna þess að þeir vilja ekki „lifa
þessu jarðlífi af heilum huga“ (hls.
65), og fyrirgefning þeirra er þvi ekki
heldur mikils virði vegna þess að gott
og illt er einnig ómark.
Einkennilegt má virðast að Einar
Kvaran eyðir minnstum hluta svar-
greinar sinnar (Kristur eða Þór) til
að andmæla þessu atriði í gagnrýni
Sigurðar Nordals. Svar hans við því
er að vísu ákjósanlega skýrt, en það
er aðeins innskot sem höfundur biður
lesendur að afsaka: „Áður en eg sný
mér að fullu að ágreiningnum út af
lífsskoðunum, ætla eg að láta mér
nægja að benda á, hvernig „krítíkin
á íslandi“, öðru nafni Sigurður Nor-
dal, fer með þrjú atriði úr sögum
mínum.“ (Þ. á m. atriðið úr Marjas).
Ég veit ekki hvort rétt er að draga þá
ályktun af þessu að Einari Kvaran
hafi ekki verið ljóst, hvert var aðal-
atriði gagnrýni Sigurðar Nordals.
Það má allt eins vera að hann hafi
ekki kært sig um að rökræða það, og
flýtt sér að velja sér hentugri vett-
vang. Hann kærir sig ekki um að
leggja sig í neina hættu á þeim velli
sem Sigurður Nordal hefur haslað, eri
skýtur sér bakvið varnarvegg sem
hann gerir ekki ráð fyrir að andstæð-
ingurinn áræði að sækja á. Sá varn-
arveggur er sjálfur kristindómurinn,
eða réttara sagt sjálf „trú mannkyns-
ins“:
Ef eg liejði jundið þetta upp [hé-
góma hins jarðneska lífs gagnvart
„æðra sjónarmiði“], þá vœri eg mest-
ur spámaður mannkynsins. Eg get
ekki eignað mér þá sœmd. Því að ekki
mun fjarri sanni að segja, að þetla sé
aðalkjarninn í öllum hinum háleilari
trúarbrögðum veraldarinnar. [.. .]
Það hejur verið trú mannkynsins, að
vér komumst sjálfir á það tilverustig,
að vér lítum á það, sem fyrir oss hef-
ur komið, allt öðrum augum en hér í
heimi. í þessu hefur verið fólgin aðal-
huggun og aðalstyrkur mannanna öld
fram af öld. [...] Hugsunin í um-
mœlum fóstrunnar í niðurlagi sög-
unnar Marjas er óumflýjanleg af-
leiðing af trúnni á guð — eins og hún
hefur myndazt í hinum kristna heimi.
[...] S. N. heldur, að þessi hugsun
sé skaðleg, hún geri öll hin háleitu
skylduboð trúarbragðanna að öfgum,
og mark lífsins verði samkvœmt henni
að láta það líðasem þægilegast. Hann
um það. Eg œtla mér ekki í þessari
grein að taka að mér vörn fyrir guðs-
66