Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR bókinni, hálfu lengri og dekkri, mundi fræða lesendur um barnaþrælkun út- lendinga í Kína og nefna ótal dæmi um hugkvæmni þeirra og elskusemi, svo sem litlar spunavélar frá Lanca- shire, sem hagsýnir eigendur tímdu ekki að fleygja þegar bannað var með lögum að nota þær heima á Englandi. Þess yrði getið í kaflanum að f j örutíu af hverju hundraði þeirra, sem unnu í vefnaðarverksmiðjum í Kína á árun- um milli heimsstyrjaldanna, voru börn, aðallega telpur, svo að spuna- vélarnar gömlu frá Lancashire héldu sannarlega áfram að snúast. Þess yrði einnig getið að börnin voru látin vinna 12—14 klukkustundir á sólar- hring og beitt mikilli harðneskju; en varla þyrfti að taka fram að laun þeirra, ef laun skyldi kalla, voru í fyllsta samræmi við neyð almennings og innræti iðjuhöldanna, né fara mörgum orðum um hollustuhætti í silki- og baðmullarverksmiðjunum, þar sem berklar herjuðu eins og far- sótt. Aðrir kaflar í bókinni mundu svo varpa ljósi á enn skuggalegri gull- námur, því að útlendum auðkýfingum í Kína flökraði ekki við að lauma í vasa sinn gróða af þrælasölu, eitur- sölu, spilavítum og hverskonar skipu- lögðum vændisrekstri, meira að segja hryllilegustu tegund hans: barna- vændi. Svona fleski fellur aldrei framar í kál hvítra manna. Ræningjasögunni í Kína er lokið, sem betur fer, kínverj- ar slógu sjálfir botninn í hana eftir þrautseiga baráttu og miklar hörm- ungar, þegar þeir stofnuðu alþýðu- lýðveldið fyrir ellefu árum. Speking- ar á Vesturlöndum, sem una botnin- um illa, en segjast þó ekki bera hags- muni nýlendukúgara fyrir brjósti, mættu gjarna líta um öxl og minnast þess í góðu tómi, sem á undan var gengið. Ellefu ár eru ekki langur tímaspöl- ur á vegferð neinnar þjóðar, sízt fjöl- mennustu þjóðar heims, sem á óra- leiðir að baki og búið hefur frá alda öðli að sérstæðri menningu. Um þenn- an stutta spöl hefur þó margt verið rætt og ritað í Evrópu og Ameríku, líklega meira en um samanlögð skeið kínverskrar sögu frá upphafi. Jafnt og þétt koma út bækur vestan hafs og austan, þar sem kínverska alþýðulýð- veldinu er ýmist lýst eins og hliðstæðu himnaríkis eða kvalastað glataðra; og ætti það raunar að vera nokkur vís- bending um að þjóðin hafi hvorki far- ið sér hægt á þessum ellefu árum né velt því mjög fyrir sér hvort athafnir hennar væru öllum að skapi. Annað veifið birtast einnig næsta hlutlægar bækur um Kína og kínverja, þar sem dreginn er saman mikill og staðgóður fróðleikur um þróun mála þar eystra síðan Tsjang Kaj-sjek hrökklaðist til Tajvan og alþýðulýðveldið var grund- vallað. í þeim flokki bóka eru til dæm- is rit sumra ferðalanga, sem gist hafa 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.