Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 10
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR félags íslands og bera nú báðar þessar stofnanir sameiginlegt nafn: Rann- sóknarstofnun sjávarútvegsins. Landbúnaðardeildin hefur tilraunabú í sauð- fjárrækt að Hesti í Borgarfirði og í jurtakynbótum að Korpúlfsstöðum. Til- raunastöð háskólans í meinafræði að Keldum í Mosfellssveit tók til starfa undir forystu dr. Bjöms Sigurðssonar í árslok 1948, og undir stjórn lækna- deildar eru enn nýjar rannsóknarstofur í líffærafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, einnig i heilbrigðisfræði og lyfjafræðum, allar til húsa í háskólanum. Þá tók Eðlisfræðistofnun háskólans til starfa 1957. Af öðrum stofnunum er að nefna Orðabók háskólans, sem unnið hefur verið að um 15 ár, og Háskólabóka- safnið sem stórum hefur aukizt og allt of þröngt er orðið um í háskólanum. Má af þessu yfirliti sjá að háskólinn hefur mjög þanið út starfsemi sína, eink- um frá því um síðara stríð, og er með byggingum sínum á háskólalóðinni og stofnunum, sem við hann eru tengdar, orðinn talsvert bákn, auk þess sem prófessorabústaðir hafa þyrpzt í grennd við hann. Háskólinn hefur haft atorku- sama rektora og er þar fremstan að telja próf. Alexander Jóhannesson sem stóð fyrir háskólabyggingunni og öðrum stórframkvæmdum í rektorstíð sinni. Háskóli íslands hefur þannig á síðustu árum sýnt mikla framtakssemi, breitt úr sér, og það ber að meta sem vel er gert, og er sannarlega fagnaðarefni að starfsskilyrði hans hafa svo stórum batnað. Innan veggja hans og rannsóknar- stofnana er unnið mikið og gagnlegt starf í kennslu og vísindum og mun læknadeildin standa þar fremst. Engu að síður vakna margar spurningar þeg- ar hugurinn berst að háskólanum. Gegna stofnanir hans, margar hverjar, því hlutverki sem þeim er ætlað? Hefur hann veitt þeim andlegu straumum út til þjóðarinnar sem forgöngumenn hans dreymdi um í upphafi? Hefur hann fylgzt með í vísindaþróun aldarinnar eða gefið þjóðinni útsýn um framfara- stefnur vorra tíma? Hefur hann kennt þjóðinni að hefja hugann hátt, eins og Jón Sigurðsson hvatti hana til á sínum tíma? Hefur hann sinnt náttúruvís- indum íslands, sagnfræði og bókmenntum svo sem þjóðmenningarerfðir ís- lands gera kröfur til? Hefur hann glætt þann anda með nemendum sínum að þeir standi á verði um sjálfstæði íslands? Hefur hann með öðrum orðum gegnt brýnustu skyldum við íslenzkt þjóðfélag og íslenzkt þjóðerni? Hér verða ekki að sinni gefin svör við þessum spurningum öllum, þó að ég telji rétt að varpa þeim fram til íhugunar þeim sem bera heiður háskólans og þjóðarinnar fyrir brjósti. Það er auðskilið og afsakanlegt að háskólinn hafi á síðustu tuttugu árum lagt megináherzlu á að bæta fjárhagsafkomu sína og skapa sér frumskilyrði til starfa, svo sem nauðsynlegar byggingar. Af fjárhagsástæðum, ekki menn- 344

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.