Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 29
SIÐRÆNT MAT Á SIÐLAUSU ATHÆFI
maður auðstéttarinnar og hafði verið
það um nokkurra ára skeið. Hlutverk
hans var að hemla verkalýðinn í hags-
munabaráttu sinni, og fékk hann að
launum feit embætti og aðgang að
ýmiss konar gróðabrallslindum. Völd
flokksins í verkalýðssamtökunum gáfu
honum aðstöðu til þessara viðskipta.
Nú vofði það yfir, að þessi völd yrðu
dregin honum úr greipum. Vegna kol-
svartrar íhaldsþjónkunar undangeng-
in kreppuár varð klofningur í röðum
hans, og fylgi verkamanna flúði frá
honum til Sósíalistaflokksins. Til að
jafna þessi met leitaði hann til her-
námsliðsins. Hann gerði beinharðar
kröfur til þjóðstjórnarflokkanna um
bann við starfsemi Sósíalistaflokks-
ins. Samstarfsflokkarnir voru tregir
til þeirra aðgerða, en hernámsliðið
varð við kröfunni, flutti blaðamenn
Þjóðviljans af landi burt og lagði
bann við blaðaútgáfu á vegum Sósíal-
istaflokksins.
í þessari atrennu fara að koma
fram persónuleg viðhorf einstaklinga
innan borgarastéttarinnar. Frjálslynd-
ir menntamenn innan Sjálfstæðis-
flokksins fara að hefja rödd sína gegn
undirlægjuhætti við Breta, rísa gegn
yfirgangi þeirra og mótmæla kröfum
Alþýðuflokksins um afnám stjórn-
málalegs frelsis á íslandi. Árni frá
Múla, ritstjóri Vísis, ríður á vaðið og
er skeleggastur. Hann vítir þau skrif,
þar sem herveldið, sem brotið hafði
hlutleysi okkar, er básúnað sem
verndari smáríkjanna og telur þau al-
gert brot gegn afstöðu þeirri, sem ís-
lenzka ríkisstjórnin tók í upphafi her-
námsins. Jón Kjartansson var annar
ritstjóra Morgunblaðsins. Hann lét í
ljós efasemdir um réttmæti dóma í
dreifibréfsmálinu, og hann snerist
hart gegn kröfu Alþýðuflokksins um
að banna Þjóðviljann. Þá tóku sterk-
ari auðstéttaröflin í flokknum þó í
taumana, og Jón Kjartansson var lát-
inn lýsa sig persónulega ábyrgan
þeirra skoðana.
Næst skulum við líta á það, að þeg-
ar blaðamenn Þjóðviljans voru fang-
elsaðir og fluttir af landi burt, þar á
meðal einn af fulltrúum á alþingi, þá
standa allir þingflokkar sem einn
maður að samþykkt eindreginna mót-
mæla. En að gerðum þeim einróma
mótmælum gegn því, að rofin sé ís-
lenzk þinghelgi, þá kemur í Ijós mjög
eftirtektarverður atburður: Þetta
sama mál verður undirrót heiftúð-
ugra ritdeilna. Alþýðublaðið ber blak
af ofbeldisverki Breta, en veltir yfir
á íslenzku ríkisstj ómina ábyrgð þess,
sem gerzt hafði, þar sem hún hafði
vanrækt að banna Þjóðviljann. í
sama streng tekur Tíminn og tekur
þar með undir við formann síns
flokks, Jónas frá Hriflu, en hann hafði
áður haft sömu afstöðu og Alþýðu-
blaðið til þessara mála, en um þessar
mundir voru þó tengsl hans við flokk-
inn að slitna. En málgögn sjálfs auð-
stéttarflokksins, Vísir og Morgun-
363