Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 34
FÆREYSK LJÓÐ GAMLI MAÐURINN ER VEIKUR (Christian Matras) Með óráði liggur afi, — árum knýr móti stormi bát sinn af öllu afli, óravegur til lands. Ekkert er rætt, en róið, rokið er sýnu meira, barningsmenn finna ekki betur en bát þeirra hreki nú. Titra í samstilltu taki taugar og sveigðir viðir. Lífróður, lífróður hafinn! — Er landvari unnt að ná? Sjórinn eitt freyðandi forað, — þeir finna að þreytan er komin. Skyldi nú Herrann sjá aumur á þessum átta mönnuni um borð? Bæn er buldruð í skeggið, bitið gnístandi á jaxlinn, hálfvaxnir linast, en hinir hamstola bregðast við. 368

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.