Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 41
KAFFIHÚSIÐ ROTONDE Þegar ég minnist á útlit Rotondugesta, hlýt ég að viðurkenna, að ég var ekki eftirbátur annarra. Þegar á Closerie des Lilas-tímanum leit ég fáránlega út. Kona Alexei Tolstojs minnist þess, að hann sendi mér póstkort á kaffihús- ið, og í stað nafns míns skrifaði hann: „Au monsieur mal coiffé“ — „Herran- um illa greidda“, og póstkortið komst til skila. En á Rotondu varð ég að full- komnum villimanni. Max Volosjín segir í blaðagrein árið 1916 frá „veiklu- legum, illa rökuðum manni, axlaslöppum og hj ólbeinóttum, með langt og strítt hár, sem hangir í furðulegum lokkum niður undan flókahatti, sem stendur bí- sperrtur út í loftið eins og miðaldastromphúfa.“ Max fullyrti að þegar ég sæ- ist í öðrum hverfum Parísar „vekti það óró og kurr meðal vegfarenda. Svipuð áhrif hljóta hinir kýnísku heimspekingar að hafa haft á götum Aþenu, eða þeir kristnu meinlætamenn á götum Alexandríu.“ Fastagestir Rotondu voru óþekktir utan veggja hennar. En Picasso var þeg- ar þekktur maður, stundum var skrifað um hann í blöðin. Libion var sagt, að „rússneski greifinn Chouquin“ (Sjúkín) keypti myndir af Pablo, og hann heilsaði með lotningu: „Góðan daginn herra Picasso.“ Pablo bjó á Montmartre, flutti síðan á Montparnasse, leigði sér vinnustofu skammt frá Rotondu. Ég sá hann aldrei drukkinn. Hann var unglingur í sjón, hafði gaman að strákapörum. Einhverju sinni kom hann með Diego, sagði að þeir hefðu sungið undir glugganum hjá Apollinaire serenöðuna „Mére de Guillaume Apollinaire“. Það útleggst „móðir Apollinaires“, en á frönsku læt- ur þetta ekki beinlínis ljúflega í eyrum. Apollinaire leit öðru hverju inn; ég þýddi ljóð hans og mér fannst hann dásamlegur, en um leið of harmónískur: mér fannst hann þá þegar orðinn sígildur höfundur. Hann var líka mesti ær- ingi; stakk upp á því að skrifa misteríu um höggorminn, eplið og Picasso: Pablo gat ekki þolað að heyra höggorm nefndan, enda hj átrúarfullur Spán- verji. Ég sagði við Rivera: „Apollinaire er Hugo, Púsjkín. Hann skrifar: Hinn ljúfi Pan, Ástin og Kristur eru dáin. Kettirnir mjálma dapurlega. Og ég get ekki varizt gráti ...“ Diego svaraði: „Þetta kemur til af því, að Apol- linaire er Frakki, þ. e. a. s. hann er Pólverji, en yrkir á frönsku.“ Oftar en einu sinni hét ég því, að skrifa aldrei orð á frönsku. En auðvitað mat ég kvæði Apollinaires rangt: hann var maður nýrrar aldar, en dálítið púðraður af silf- urryki gamalla vega Evrópu. Lífið á Rotondu var fremur viðburðalítið; öðru hverju gerðust atburðir, sem talað var um í nokkra daga. Kisling og Gottlieb háðu einvígi, einn ein- vígisvotta var Diego, blaðamenn þefuðu þetta atvik upp og einn dag skrifuðu öll blöð um Rotondu. Meðal gestanna voru margir Skandínavar, Libion keypti 375

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.