Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 43
KAFFIHÚSIÐ ROTONDE Ég segi frá Rotondu og minnist ósjálfrátt skringilegra atvika; en í reynd var allt miklu alvarlegra, dapurlegra. Á kvöldin teiknaði Modigliani andlits- myndir í kaffihúsinu, stundum tuttugu myndir í lotu. En það var ekki þess- vegna að hann varð Modigliani. Við unnum ekki í Rotondu, heldur í óupp- hituðum vinnustofum, skítugum herbergjum, sem kölluð voru gistihús. Við komum í Rotondu, af því að við hneigðumst hver að öðrum. Hneyksli freist- uðu okkar ekki, og jafnvel djarfar fagurfræðilegar kenningar heilluðu okkur ekki; við vildum vera saman vegna þess, að við fundum við vorum öll í sam- eiginlegum vanda. Ég mun skrifa um Picasso, Modigliani, Léger, Rivera. Nú vildi ég hlaupa fljótt yfir sögu, reyna að gera grein fyrir því, hvað þá kom fyrir okkur og þá list, sem við lifðum og hrærðumst í. ítölsku fútúristarnir lögðu til að listasöfn yrðu brennd. Modigliani neitaði að skrifa undir ávarp þeirra, hann dró enga dul á ást sína til hinna gömlu meistara Toscana. Picasso talaði með aðdáun ýmist um Greco eða Goya eða Velazquez. Max Jacob las mér kvæði Rutebeufs. Enginn okkar afneitaði hinni gömlu list; en oft hugsuðum við með sársauka um það, hvort list væri yfir- leitt nauðsynleg á okkar tímum, þótt sjálfir gætum við ekki lifað daglangt án hennar. í Rotondu söfnuðust ekki saman fylgjendur ákveðinnar stefnu, ekki boð- berar nýjasta „ismans“. Það er ekkert sameiginlegt með hinum þurra, litfáa kúbisma, sem Rivera fékkst þá við, og ljóðrænum myndum Modiglianis, það er ekkert sameiginlegt með Léger og Soutine. Síðan fundu listfræðingar upp vörumerkið „Parísarskólinn“, réttara væri að vísu að segja hinn hræðilegi skóli lífsins, en á hann gengum við í París. Sú bylting, sem impressjónistarnir og Cézanne gerðu, takmarkaðist við myndlist. Manet var í lífi sínu ekki uppreisnarmaður heldur samkvæmismað- ur. Cézanne sá aðeins náttúruna, léreftið, litina. Þegar Frakkland sauð og vall á dögum Dreyfusmálsins, gat hann ekki skilið, hvernig gamall félagi hans Zola gat fengizt við aðra eins smámuni. Uppreisn málara og skálda, sem þeim voru skyldir, á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld var annars eðlis, hún beind- ist ekki aðeins gegn fagurfræðilegum frumreglum heldur og gegn þjóðfélag- inu, sem við lifðum í. Rotonda minnti ekki á lastabæli heldur á j arðskj álfta- athugunarstöð, þar sem menn mæla sveiflur, sem aðrir finna ekki fyrir. Lík- lega hefur frönsku lögreglunni ekki skjátlazt með öllu, þegar hún áleit Rot- ondu hættulega þjóðfélagslegri friðsælu. Eins og alltaf vill verða skárust margir þátttakendur uppreisnarinnar síðar 377
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.