Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 51
KAFFIHÚSIÖ ROTONDE 23. Fernand Léger kom af vígvöllunum í venjulegt sex daga orlof og sýndi mér teikningar, sem hann hafði gert í skotgröfunum. Ég er ekki listgagnrýnandi, og ég er ekki að skrifa bók um listir; mig langar til að horfa um öxl og skyggnast um leið inn í framtíðina. Ég tilfæri hér það,semég skrifaði 1916 um stríðsteikningar Légers; þetta er ekki mat listsögufræðings heldur vitnisburð- ur samtíðarmanns: „Léger kom með margar teikningar frá vígvöllunum. Hann teiknaði þegar hann átti hvíldarstund, í jarðhúsum, stundum í skot- gröfum. A sumar myndirnar hefur rignt, sumar eru hálfrifnar, næstum því allar eru á hrjúfum umbúðapappír. Undarlegar, leyndardómsfullar teikning- ar. Já, ég hef aldrei séð þetta, en mér finnst ég hafi séð einmitt þetta, aðeins þetta. Léger er kúbisti, stundum er hann skematískur, stundum skelfir það okkur að hann hefur tætt allt í sundur sem við sjáum, — en frammi fyrir mér er andlit stríðsins, vafalaust. í teikningum hans er ekkert persónulegt, jafnvel engir Frakkar, engir Þjóðverjar, aðeins fólk. Og verið getur, að þar sé heldur ekkert fólk, því mennirnir lúta vélinni. Hermenn með hjálma, hestarassar, strompar vígvallareldhúsa, hjól fallbyssna, — allt eru þetta hlutar úr vél. Það eru engir litir: bæði fallbyssur og andlit hermanna glata lit sínum í stríði. Beinar línur, fletir, teikningar sem líkjast tæknilegum uppdrætti, ekkert sjálf- viljað, ekkert skemmtilega rangt. í stríði er ekkert pláss fyrir drauminn. Það er vel útbúin verksmiðja til að útrýma mannkyninu. Þessi blöð eru hluti starfs- áætlunarinnar, og hana hefur teiknað upp góðlyndur Normanni, Fernand Léger.“ Ég man eitt kvöld. Við sátum á Rotondu og Léger vildi tala, en á stríðsár- unum var kaffihúsum lokað klukkan tíu. Við keyptum vín og fórum heim á vinnustofu til Fernands. Fyrsta kona hans, Jeanne, lagleg og hláturmild, mas- aði og gerði að gamni sínu; hún kom með glös og niðursuðudósir. Allt í einu dimmdi yfir Léger: hann minntist þess, hvernig hann opnaði niðursuðudósir með blóðugum byssusting. Þegar hann hafði drukkið rauðvín, lifnaði hann við og fór að segja frá: „Þar kynntist ég sönnum mönnum. Hvern þekkti ég fyrir stríð? Appollinaire, Archipenko, Cendrars, Picasso, Modi, þig. En þar sá ég venjulegt fólk. Veiztu hvað, þegar ég sagði þeim, að ég væri málari, ákváðu þeir að ég málaði hús. Þessu getur maður verið stoltur af, þetta er ekki Rotonda.“ Léger sagði oft síðar, að styrjöldin hefði haft úrslitaþýðingu í lífi sínu og TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR 385 25

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.