Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 52
TÍMARIT MÁLS OG MliNNINGAR hjálpað honum til að finna sjálfan sig. Hann sagði jafnvel, að hann hefði ekki byrjað að vinna sjálfstætt fyrr en eftir stríð. Ég kynntist Léger löngu fyrir stríð, þá bjó hann enn í La Ruche við hliðina á Chagall og Archipenko. Þetta var á blómaskeiði kúbismans, sem hafði svo mikil áhrif, að jafnvel Chagall, þetta skáld smáþorpa Hvitarússlands, sem tók margt frá málurum sem skreyttu skilti á rakarastofum eða ávaxtabúðir, — jafnvel hann gerðist um stund reikull í ráði. Léger hélt þá vinskap við myndhöggvarann Archipenko, sem einnig varð kúbisti. Gleizes, Metzinger útlistuðu heimspekilega og fagurfræðilega þýð- ingu kúbismans, töluðu um að dýpka Cézanne, um nauðsyn þess að brjóta upp formin. Þegar ég spurði Archipenko, hversvegna konur hefðu ferköntuð andlit í verkum hans, brosti hann og sagði: „Einmitt þess vegna ...“ Ein- hverju sinni sofnaði ég í vinnustofu hans, — við höfðum drukkið of mikið af eplabrennivíni. Ég vaknaði við sólargeislana, Archipenko svaf fast. Ég vildi ekki vekja hann, lá kyrr á gólfinu og virti höggmyndirnar fyrir mér. Mér fundust þær vera kynblendingar: andskotinn hafði gifzt saumamaskínu. Ég skauzt hávaðalaust út á götu og stórgladdist þegar ég sá tuskusala, sem var að róta í rusltunnu. Kúbisminn heillaði mig og skelfdi í senn. Léger var þegar á þessuin árum sannfærður kúbisti. Ég hef séð myndir hans frá 1913 og frá 1918, að mínum dómi er lítill munur á þeim. Hann var mjög trygglyndur maður, aldrei afneitaði hann fortíð sinni og hann mat mikils gamla vini. Arið 1913 leigði hann vinnustofu á Notre-Dame-des-Champs og vann þar um það bil fjörutíu ár. Hann sagðist í stríðinu hafa kynnzt sönnum mönnum og vingazt við þá, en þessir menn minna í teikningum hans á hluti í einhverri hræðilegri vél. Léger h'kist ekki myndum sínum; hann líktist heldur ekki fastagestum Rotondu. Það var eitthvað í honum náskylt náttúrunni, líklega sagði upprun- inn lil sín — hin græna Normandie, eplatrén, kýrnar, bændafjölskyldan. Léger hafði stórar hendur, hann var hávaxinn, stórheinóttur, hægur í hreyf- ingum. Mér fannst hann líkur höggmynd, ekki úr steini, heldur úr hlýju, lif- andi tré. Með öðrum listamönnum, sem í Rotondu komu, átti hann sameiginlegt hatur á hræsni, á skrauti, á veggtjöldum gamalla, loftillra herbergja. En hann bar ekki í sér þann grinnna, tortímandi eld, sem brann í augum hins unga Picassos. Þegar í æsku vildi Léger byggja upp en ekki rífa niður. Hann lifði til 75 ára aldurs og í ævisögu hans eru engar stórkostlegar umbyltingar, að- eins árstíðaskipti og vinna, látlaust, innblásið starf. 386

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.