Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 53
KAFFIHÚSIÐ ROTONDE Suinir gestir Rotondu hylltu Októberbyltinguna sem höfuðskepnu eyði- leggingarinnar. En síðar, þegar þeir fréttu að í Rússlandi var ekki aðeins haldið áfram að kenna börnum margföldunartöfluna, heldur og hlaðið undir akademíska list, breyttust bolsévísanar þessir (svo kölluðu blöðin þá sam- úðarfullu) í fjandmenn kommúnismans. Léger var önnur manngerð, já og önnur stærð. Hann heilsaði Októberbyltingunni sem byrjun á uppbyggingu nýs þjóðfélags, afneitaði aldrei skoðunum sínum og dó kommúnisti. Hann dó snögglega. Ég kom í vinnustofu hans ári áður en hann dó, hann sýndi mér ný verk, virtist hraustur og hress. Hann vann fram á síðasta dag og valt eins og stórt, ennþá grænt tré. Majakovskí, sem heimsótti hann árið 1922, hefur skrifað: „Léger, — lista- maður, sem frægir kunnáttumenn um franska list tala um með nokkrum hroka, — Léger hafði hin beztu og ánægjulegustu áhrif á mig. Þéttur á velli, útlit sanns verkamannalistamanns, sem ekki lítur á starf sitt sem guðlega forsjón, heldur sem skemmtilega, nauðsynlega iðn, jafnréttháa annarri iðn lífsins.“ Þá var tímabil „Lef",1 konstrúktífismans, þá vildu menn binda enda á skáldskapinn með kvæðum. I næsta hluta bókar minnar mun ég segja frá sorg- legu einvígi Majakovskís við listina. En Léger stóðst allar raunir, hann hafði furðulega trausta fætur, og góða, heilbrigða skynsemi. Þegar ég stóð í stríðu, fór ég til Légers, en ef hann var ekki í París hugsaði ég um hann: lífsþróttur hans hjálpaði öðrum að lifa. Ekki veit ég hvaða „frægir kunnáttumenn“ hafa talað óvirðulega um verk Légers í eyru Majakovskís. Léger fann snemma menn, sem kunnu að meta hann, ólíkt því sem var um aðra Rotondugesti; þegar árið 1912 skrifaði hann undir samning við myndasala. Auðvitað átti Léger sína sorgarsögu, en aðra en Modigliani eða Soutine. Áhugamenn um myndlist keyptu Léger, en hann lét sig dreyma um freskur, um keramík, um að vinna með byggingameistur- um. Löngu fyrir „Esprit nouveau“ Corbusiers, löngu fyrir daga okkar „Lef“- ista talaði hann um list í tengslum við iðnvæðinguna. Samt sem áður viðurkenndi Léger sjálfstæða þýðingu listarinnar, en það gerðu Lefistar ekki. Árið 1922 svaraði hann spurningu tímaritsins „Vésj“ með svofelldum orðum: „Slæmur listamaður endurtekur hlutinn og er í ástandi eftirlíkingar. Góður listamaður túlkar hlutinn og er í ástandi jafn- réttis. Ég er málari, og það er þýðingarlaust að reyna að skila þrívíðum form- um á sléttan flöt. Ég yfirgaf hlutina. Ég tók mér blýant í hönd ...“ Árið 1921 skrifaði ég bókina „En samt snýst hún“, lofaði vélar, byggingar- 1 Lévi front iskússtva — vinstrifylking listarinnar. 387
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.