Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 57
HALLGRÍMUR H ELGASON Bjarni Þorsteinsson og íslenzkt þjóðlag Hundrað ára minning EF skilgreina á hugtakið þjóðlag, þá vefst mörgum manninum tunga um tönn. Hvað er ekta þjóð- lag? Er það samnefnari fyrir þjóðina alla? Eða er það runnið frá hópi fárra manna eða jafnvel frá einum einstökum manni? í orðinu þjóðlag táknar þjóð grunnstétt þjóðfélagsins, hina mann- mörgu stétt, sem unnið hefur dagleg framleiðslustörf og haldið móðurmál- inu lifandi við unnið dagsverk, hvort sem það nú heldur var að erja ís- lenzka jörð eða sækja sjó. Þjóðlagið er til orðið meðal þess- arar stéttar. Það hefur vaxið smám saman, þar til það er fullmótað. Þjóð- lagið er fábrotið eins og fólk þeirrar stéttar. Þannig er þjóðlagið hlið- stæða við hinn rétta og slétta mann í anda húmanismans, eins og sú stefna skírðist á dögum Jean-Jacques Rous- seau og Ludwig van Beethovens. Og frá þessum aflbrunni sækir frakkn- eski heimspekingurinn Henri Berg- son kenningu sína um hinn „líf- þrungna eldmóð“, élan vital. Sá guð- móður stendur grunnföstum fótum í einföldum lífshræringum, ekki síður en í hálistrænum afrekum. Og hér sameinast Bergson hinum mikla franska hugsuði Montaigne, sem fyrstur manna fullyrti, að ljóð alþýð- unnar stæðu jafnfætis ljóðlist skáld- anna. Þýzki rithöfundurinn Johann Gott- fried Herder skapar fyrstur allra hug- takið „þjóðlag“, Volkslied. Jacob Grimm leggst á sömu sveif og trevst- ir með mörgum frumlegum út- gáfum hugtak Herders. í kvæði sínu ,.Heiðarósin“ fetar og Goethe í fót- spor Herders. Sunnan frá Miðevrópu breiðist þessi þjóðstefna norður á bóginn. Elias Lönnrot safnar þjóðkvæðum í Finnlandi, Linnemann í Noregi fer að skrá þjóðlög og Berggreen í Dan- mörku gefur út mikið safn af þjóð- lögum allra landa. Og hér heima á ís- landi verður Bjarni Þorsteinsson til þess að bjóða velkomna ])essa við- reisn og vera fyrsti vörður hennar. Lengi vel voru skiptar skoðanir 391

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.