Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um verðleika Bjarna Þorsteinssonar og þá sérstaklega um gildi þjóðlaga- söfnunar hans. Er hann eftir 25 ára vinnu við söfnun sína, hafði tilbúið hið mikla handrit sitt til útgáfu, er prentað var í Kaupmannahöfn á ár- unum 1906—09, voru uppi raddir um vafasama gagnsemd þessa merka fræðiverks. Einn andmælandi lét þau orð falla um nótnatexta ritsins, að þeir mundu „geta tæplega verið fyrir- mynd fyrir væntanlegu lagsmíði né heldur sýnt sögulega, hvernig tilfinn- ing og smekkur manna fyrir söng hef- ur verið hér á landi. Það geta nútíma nótur yfir höfuð ekki sýnt“. Furðulegt skilningsleysi skín út úr þessum ummælum. Séu lög alþýðunn- ar hvergi skrásett, getur ekki mynd- azt nein skoðun um byggingu þeirra né eðli, þá geta heldur ekki tónskáld- in rennt grun í, hvernig feður þeirra og forfeður hafa hagað tóniðkun sinni, þá getur ekki myndazt nein þjóðleg stefna í tónlist. Mestu meist- arar allra tíma, eins og Bach, Handel, Haydn, Mozart, Beethoven, Brahms, Tschaikowsky, Sibelius og Bartók hafa ausið af nægtabrunni þjóðlags- ins og frjóvgað þar með list sinna tóna. Þannig hafa þeir staðfest rétt- mæti og nauðsyn þjóðlagsins fyrir sanna, mikla og alþýðlega list. Hin síðari mótbára fær heldur ekki staðizt. Með skrásetningu þjóðlags- ins fáum við vitneskju um bæði „til- finningu og smekk manna“. Skap- lyndi einnar þjóðar endurspeglast ekki síður í þjóðlaginu en í sjálfu móðurmálinu. Kraftmikill og heiður tvísöngur íslands ber vott um líkam- legt þrek og sálarlegan hreinleik. Melismatískur stíll passíusálmalag- anna sýnir innilega trúartilfinningu og frjóan, skapandi smekk. Og kvadr- antískur parlando-stíll rímnalaganna ber með sér sterka löngun til fjörlegra viðbragða, í honum býr bæði fjör og frumleiki. Andlegt afsprengi alþýðunnar er alltaf frumlegt, þ. e. a. s. það er alltaf sannferðugt. Það forðast allt, sem er óekta, væmið, útvatnað. Það stendur fast á upprunans rótum. Aðfinnslan gegn nútíma nótum er einnig út í hött. Þau handrit skipta þúsundum, sem langt aftan úr öldum hafa verið umrituð í nútímaskrift nótna, bæði í Evrópu og Ameríku. Er þetta víðtæk vísindagrein, er nefnist paleógrafía. I formála sínum fyrir þjóðlaga- safninu segir Bjarni Þorsteinsson á einum stað: „. .. þótt sumir lærðu mennirnir virðist fremur hafa horn í síðu þjóðlaganna.“ Hér er drepið á merkilegt fyrirbæri. Stétt lærðra hef- ur löngum haft tilhneigingu til þess að lítillækka grunnstétt samfélagsins. Lærdómur og menntun áttu að hafa meira gildi en grundvallartjáning til- verunnar, runnin frá óæðra, ólærðu stigi. Fínt fólk eins og faktorar töl- uðu dönsku, þessvegna var danskan 392

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.