Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 70
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR izt tóm til að ræða um þau verk hans sem minni háttar hafa verið talin eins og Níu ævintýri eða Marsyas (Mar- syas eða á útjöðrum bókmenntanna), en báðar bækurnar hafa hlotið all- virðulegt rúm í tékkneskum bók- menntum. Enda þótt öll stærri verk Capeks séu háalvarlegs efnis, eru þau bráð- skemmtileg aflestrar, því að Capek gleymdi því aldrei, að hann var að segja sögu, og þó samtölin geisli oft af gamansemi, bregður Capek stund- um fyrir sig biturri hæðni, ef honum fannst það betur hæfa. Einkum var hann í essinu sínu á síðasta hluta fjórða tugs aldarinnar, og fasistar hótuðu honum hinum háðulegasta dauðdaga. Sem betur fór létu þeir þó sitja við verkin tóm, enda reiddu hin- ir nafnlausu bréfritarar ekki hugrekk- ið í þverpokum. Ekki er þó fyrir að synja að níðgreinar og bréf í sama anda, er hann fékk síðustu mánuði ævinnar, hafði flýtt fyrir dauða hans. Á margar bækur Capeks var litið sem hugarburð gáfaðs rithöfundar, þegar þær komu út. Sá hugarburður er nú orðinn að veruleika. 404

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.