Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Page 72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sé miðað á kviðinn á sér“. í sannleika sagt
kæra Bandaríkjamenn sig kollótta um þetta
atriði. í fyrsta lagi vegna þess, að Kúba er
ekki sovézk skammbyssa. Kúbumenn, það
er víst ekki vanþörf á því að endurtaka það,
eru ekki kommúnistar og þeim hefur aldrei
komið til hugar að láta reisa stöðvar fyrir
rússneskar eldflaugar í landi sínu. í öðru
lagi, ef ný heimsstyrjöld skylli á, þá liggur
það í augum uppi, að Kúba yrði annað
hvort hlutlaus eða þá hernumin af Banda-
ríkjamönnum þegar í stað. Og ef eldflaug-
um væri beitt í þeirri styrjöld, þá hefði eyj-
an enga þýðingu hernaðarlega séð. Eld-
flaugum gæti alveg eins verið skotið frá
öðrum stöðum. Að segja við Bandaríkja-
menn: „Varið ykkur, kommúnistar eru rétt
við landamærin og ætla að ráðast á ykkur,“
er hreinasta heimska. En Bandaríkjamenn
láta sig samt sem áður hafa það. Þeir láta
sig hafa það, af því að þeir hafa verið svo
lengi blindaðir af andkommúnískum áróðri
og af því að þeir hafa ekki minnstu hug-
mynd um hvað kommúnismi er í raun og
veru. Að þeirra dómi er kommúnismi allt
það, sem virðist vera viðsjárvert og and-
stætt hagsmunum Bandaríkjamanna.
En kjarna málsins finnum við annars
staðar. Hann er fólginn í kerfi sem er jafn-
einskorðað og nýlendustefnan og við get-
um kallað heimsveldisstefnu. Hún er alls-
ráðandi í skiptum Bandaríkja Norður-
Ameríku við alla Suður-Ameríku í heild.
Ef þessi stefna bíður ósigur á einum stað,
þá getur hún gert það alls staðar.
Þessi stefna er mjög einföld. Hún minnir
mjög á stefnu stórveldanna gömlu í ný-
lendumálum, en kosturinn við hana er sá,
að öll löggæzla er í höndum heimamanna.
Þessi stefna er fólgin í því að koma á slíku
sambandi við þau lönd, sem eru skammt á
veg komin efnahagslega, að þau einskorði
landbúnað sinn við ræktun einnar tegundar
og að allir vinni fyrir Bandaríkin, sem hafa
svo allar hinar innlendu valdastéttir á sínu
bandi.
Þetta er t. d. augljóst mál að því er Kúbu
varðar. Bandaríkin keyptu sykur af Kúbu-
mönnum á hærra verði en á heimsmarkað-
inum, ekki vegna þess að þeir séu svo örlát-
ir heldur vegna hins, að kostnaðarverð á
þeim sykri, sem framleiddur er í Bandaríkj-
unum er hátt og það mátti ekki eyðileggja
bandaríska sykurrækt með því að flytja inn
ódýran sykur. Það hefði auðvitað verið í
lófa lagið að reisa einfaldan tollamúr, en
það þykir ekki vinsælt að leggja þunga tolla
á neyzluvaming. Þess vegna er sykurinn
keyptur dýru verði. Þið sjáið undir eins
kostinn við þetta: Þá þjóð, sem menn kaupa
vaming af á hærra verði en á heimsmark-
aðinum, hafa þeir algjörlega á sínu valdi.
Þeir hafa hana algjörlega á valdi sínu, af því
að ef þeir sleppa af henni takinu, þá á hún
ekki annars úrkosti en að selja vöru sína á
heimsmarkaðsverði, en það þolir efnahag-
ur hennar ekki.
Svo beina þeir landbúnaðinum inn á þá
braut að rækta aðeins eina tegund. Það er
t. d. ekki ræktað annað en sykurreyr. Kostn-
aðarverðið er eins lágt eins og hugsast get-
ur, en sykurinn er samt seldur langt fyrir
ofan venjulegt verð. Þetta er það, sem alla
kapítalista dreymir um. Fyrst í stað eru
fjármálin í sambandi við þennan rekstur í
höndum Bandaríkjamanna. Þeir stofna fé-
lög, sem eiga sykurhreinsunarstöðvamar
eða sykurreyrekmrnar á Kúbu. Þetta krefst
nokkurrar fjárfestingar í dollurum af hálfu
Bandaríkjamanna, en ágóðinn, sem þeir svo
uppskera, rennur aftur jafnharðan til
Bandaríkjanna. Hvað græða bændur og
verkamenn á Kúbu á þessu? Ekkert, úr því
hér er hreinræktuð heimsveldisstefna að
verki.
Þegar fram í sækir, sjá Bandaríkjamenn
sér svo hag í því að koma innlendri auðstétt
til valda (eins og sumir Frakkar hafa hug
406