Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 75
SAMTAL UM KÚBU „lýðræðissinnar" voru menn, sem höfðu að vísu barizt hetjulega, en voru úr hópi þeirra hægrimanna, er vildu steypa Batista úr stóli einungis vegna þess að þeir voru búnir að fá nóg af ógnarstjórn hans. Þetta voru í- haldssamir borgarar, sem óskuðu eftir borg- aralegri ríkisstjóm. Þegar kom í ljós að hvaða marki byltingarmenn stefndu eftir að þeir höfðu unnið sigur, þá áttuðu þessir borgarar sig á því, að byltingaröflin unnu gegn hagsmunum þeirra. Þeir tóku þá sam- an pjönkur sínar og kvöddu. „Bandaríkfamenn halda því einkum fram, að Castró haji látið stjórnast af hinni öjlugu kommúnistaklíku, sem gengið hafði í lið með honum." — Bandarískir áróðursmenn geta ekki gert sig ánægða með að kynna Castró sem blóð- þyrstan harðstjóra og fjandmann lýðræðis. Það var nauðsynlegt að skíra stjórnmála- stefnu hans. Það var þá, sem þeir gerðu hann að „kommúnista“. Castró er ekki kommúnisti. Hann vill sjálfstæði lands síns og fullveldi. Við hljót- um að skilja það vegna þess, sem gerzt hef- ur í öllum hinum vanþróuðu löndum heims. Við vitum það mætavel, að þegar land, sem er efnahagslega skammt á veg komið, leitar ásjár hjá Sovétríkjunum (eins og t. d. Lú- múmba gerði á sínum tíma), þá er það vegna þess að Vesturveldin eru í þann veg- inn að eyðileggja sjálfstæði þess. Við höf- um þegar séð þess mörg dæmi. Það er einmitt þetta, sem gerzt hefur í skiptum Bandaríkjanna og Castróstjómar- innar. í útvarpinu á mánudaginn var ná- kvæmlega skýrt frá þeim ráðstöfunum, sem Castró hafði gert gegn bandarískum fyrir- tækjum á Kúbu (eignarnámi án endurgjalds o. s. frv.). En það var ekki einu orði minnzt á þær ráðstafanir, sem Bandaríkjamenn sjálfir höfðu áður gert, og ákvarðanir Castr- ós voru nú mótleikur gegn. Tökum t. d. olíuhreinsunarstöðvarnar. Einn góðan veðurdag kalla Bandaríkjamenn alla tæknilærða menn heim. Reksturinn stöðvast, ef Kúbumenn fá ekki aðra í þeirra stað. Það er nauðsynlegt að ráða nýja menn. Þeirra er því leitað þar sem horfum- ar eru vænlegastar, þ. e. a. s. í Sovétríkjun- um eða Tékkóslóvakíu. Kúbumönnum er það ekkert kappsmál að ráða til sín rúss- neska menn eða tékkneska. Þeir vildu al- veg eins fá franska menn. Castró bað mig sjálfur um að útvega tæknilærða menn í Frakklandi, en Frakkar vilja ekki fara þangað. Þeir álíta að tveggja ára dvöl á Kúbu sé einber sóun á tíma. Kúbumenn verða því að snúa sér til þeirra þjóða, sem geta séð þeim fyrir því vinnuafli, sem þeir þurfa. Ég get ekki gert hverju atviki fullnægj- andi skil, en hryðjuverk þau, sem Kúbu- menn hafa verið sakaðir um hafa öll verið framin til að jafna sakimar. Bandaríkja- menn sögðu við sjálfa sig: „Ur því að við getum ekki skýrt frá öllum sannleikanum í þessu máli — sem sé að byltingarmenn á Kúbu hafa af okkur fé — þá ætlum við að beita öðmm brögðum. Við ætlum ekki að hætta fyrr en við emm búnir að koma þess- um mönnum í faðm Rússa og Kínverja.“ En þeim hefur ekki tekizt það enn, af því að Kúbumönnum er annt um fullveldi sitt. Kúba er í bandalagi við Ráðstjómarríkin og Kína, en hún er ekki kommúnistaríki. Bandaríkjamenn óska þess hins vegar, að hún væri það. „Skapferli Castrós, ofsi hans og þráseta við hljóðnemann, allt þetta hefur verið not- að aj Bandaríkjamönnum til þess að sýna, að hann sé ekki með réttu ráði. Hvað finnst yður?" — Ég er ekki hér til að verja Castró. Að mínum dómi er Castró aðdáunarverður mað- ur. Hann er einn af þeim fáu mönnum, sem ég ber virðingu fyrir. Það sem þarf að gera er að sýna heimsku þeirra manna, sem ráð- 409
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.