Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Side 86
TIMARIT MALS OG MENNINGAR tekur sér cnga þá fyrirmynd, sem hann stæl- ir í blindni; þýzkar baráttuaðferðir liggja bonum víðsfjarri. „Og í blóði þess manns, er fyrstur fékk fylkt þessari bændaþjóð að pólitísku markmiði, brimaði þúsundára saga þjóðarinnar í gleði og harmi, úr þess- ari sögu smíðaði hann fólki, sem ekki mátti mannsblóð sjá, þau vopn, er það gat borið ein til vígs“ (xlviii). íslendingar áttu sér fáa einstaklinga að bandamönnum, þegar þeim lá mest við, en engar þjóðir, og vopn- lausir komust þeir á leiðarenda. Það er glæsilegasti menningararfur okkar. Af víð- sýnni þekkingu dregur Sverrir fram höfuð- þættina í stjórnmálabaráttu Jóns Sigurðs- sonar, stillir honum á hið alþjóðlega póli- tíska svið, svo að hann, leiðtogi einangraðra kotunga, birtist í bókum í fyrsta sinn í raun- verulegu umhverfi sínu og fullri stærð. Inn- gangurinn er snilldarverk og eitt af því allra bezta, sem Sverrir hefur skrifað. Á slóðum Jóns Sigurðssonar er stórmerk bók. Lúðvík Kristjánsson ber eftir nokkrum hliðargötum að viðfangsefni sínu, en hann hefur lagt manna mest af mörkum til þess að færa okkur óskýra helgimynd Jóns Sig- urðssonar ofan úr skýjunum niður á jörð- ina. Um 30 ára skeið hefur Lúðvík unnið að cfnissöfnun um íslenzka þjóðhætti til sjáv- ar. Það cr orðið mikið safn, afrek einstakl- ings, sem nægði honum eitt til langlífis sem fræðimanni, þótt ekki kæmi annað til. Árið 1942 fór hann vestur til Flateyjar á Breiða- firði til þess að athuga heimildir og kynntist þá skjalasafni fomu framfarastiftunarinnar. Þessar heimildir drógu hann að sögu Vest- lendinga, mesta framfarahéraðs íslands á 19. öld, þeirra sveita, sem lögðu drýgstan skerf til sjálístæðisbaráttunnar. Árangur- inn varð þriggja binda verk um sögu Vest- lendinga á 19. öld. Höfuðeinkenni Lúðvíks sem fræðimanns er mjög traust heimilda- könnun. Hann er hæglátur maður, sem tran- ar sér hvorki fram scm einstaklingur né rit- höfundur. Hann lætur heimildirnar tala, en stendur sjálfur málskrafslítill að baki. Þessi stílsmáti helgast af því, að bréfa- og skjala- söfn okkar og jafnvel bókasöfnin einnig eru að miklu leyti óskrásett og hafa aldrei verið registrenið. Rit Lúðvíks eru oft blendingur af heimildaútgáfu og sagnfræðiritun, að nokkru leyti milli vita, en þó treður hann þar skynsamlegustu leið, sem íslenzkur fræðimaður getur valið til þess að ná því marki, sem hann setur sér. Ilefði hann t. d. valið þann kost að birta útdrætti og yfirlit um óprentuð gögn um ólaunuð störf Jóns Sigurðssonar, fjárhag hans eða dreifingu og kostnað við Ný félagsrit, ásamt yfirlitsgrein- um um það, sem áður er prentað og sagt um þessi atriði, þá væri þeim þáttum gerð tæmandi sk.il, en almenningur hefði ekki cignazt hugþekka bók. Þegar Lúðvík vann að ritum sínum um Vestlendinga, dró liann fram í dagsljósið grundvöll íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu í heimahéruðum Jóns Sigurðssonar, og efni ldóðst upp í rit um foringjann sjálfan. Lúð- vík hefur eflaust oft orðið undrandi á því, hve grunnt hafði verið grafið til fanga af þeim, sem áður höfðu fjallað um málin. Og nú er okkur í hendur fengið bezta rit, sem um Jón hefur verið samið til þessa. Það skiptist í þrjá aðalkafla: Þjónusta án launa, Þegar Jóni lá allra mest á og Jón Sigurðs- son og George Powell. Jón var einstakur af- kastamaður, afreksmaður í stjórnmálum, at- vinnumálum og stendur í snatti fyrir Islend- inga á sama hátt og Páll Zophoníasson fyrir Norðmýlinga. En hann þarf að lifa eins og aðrir menn. Eitt sinn er hann kominn í þrot, ekkert er sýnna en hann verði að hætta erilsömum og ólaunuðum störfum fyrir landa sína. Hvað hefði orðið? Þeirri spurn- ingu er ekki auðsvarað. Hvaða skilning höfðu fslendingar á störfum Jóns um 1855? Svarið við þessari spurningu liggur hins vegar ljóst fyrir. Hann leitaði til þeirra um 420

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.