Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 87
UMSAGNIR UM BÆKUR laun, en hlaut 47 rd. og 76 skildinga, en sama ár var safnað í einu prófastsdæmi landsins 602 ríkisdölum og 42 skildingum til kristniboðs í Kína, og stórhertoganum af Hessen sendu íslendingar 1480 ríkisdali til þess að hann gæti reist líkneskju af Mar- teini Lúther. Það voru danskir menn, sem hlupu undir bagga. En þar með var öllu ekki bjargað. Fjárskortur hamlaði því, að Jón gæti afkastað ýmsu, sem hann vildi. Eitt var samning íslandssögu. Um það fjallar m. a. kaflinn um Jón Sigurðsson og George Po- well. Frá hendi Lúðvíks Kristjánssonar er mik- ils að vænta, og afrek hefur hann unnið. Allra núlifandi manna hefur hann kynnt okkur bezt mannlífið á íslandi á 19. öld, andlega reisn þess og vesaldóm. Jóni Sig- urðssyni hefur verið breytt í bronskarl, en Lúðvík er að gera hann að lifandi manni, sem stækkar því meir sem skilningur okkar dýpkar og skýrist á þeim vandamálum, sem hann leysir. Björn Þorsteinsson. Konráð Gíslason Undir vorhimni. Bréf. Aðalgeir Kristjánsson sá um útgáfuna. Smábækur Menningar- sjóðs 7. Reykjavík 1961. þessu litla kveri er gefið út nokkurt úr- val af bréfum Konráðs Gíslasonar með inngangi og skýringum eftir Aðalgeir Krist- jánsson cand. mag. Snið þessa bókaflokks hefur markað útgefanda þröngan bás um hvorttveggja, enda er í inngangi aðeins ör- stutt en greinargott æviágrip Konráðs, svo og nokkrar glefsur úr lýsingum samtíðar- manna á honum. Ilins vegar leggja bréfin sjálf nokkurn skerf til mannlýsingar á rit- ara þeirra, en hvorttveggja er að Konráð var ekki einn þeirra manna sem birta hug sinn allan í bréfum, og hér er aðeins unt úr- val að ræða; bréfin sýna okkur því ekki nema fáar hliðar á skapgerð Konráðs. Bréfunum má með nokkrum hætti skipta í þrjá flokka. Elzt eru nokkur bréf til Gísla Konráðssonar og Isleifs dómstjóra Einars- sonar, bréf æskumanns til föður og styrktar- manns. Þau bera þess augljós merki að þau eru skrifuð eldri mönnum sem Konráð átti ekki fullt sálufélag við, en eigi að síður sýna þau vaxandi þroska og sjálfstæði í skoðunum. Persónulegri og forvitnilegri eru þó önnur bréf í safninu. Annars vegar eru gáskafull bréf, góð dæmi um „absúrd- kómik“ Fjölnismanna, sem kemur ljósast fram í bréfunum til Jónasar Hallgrímsson- ar, en eimir þó einnig eftir af í bréfum frá síðari árum, svo sem pistlunum til Bene- dikts Gröndals og Magnúsar Eiríkssonar. í bréfunum til Jónasar er þó engan veginn tómur galsi, víða leynist alvara á bak við þó að stundum sé dulbúin. Hins vegar sýna bréfin til sr. Stefáns Þorvaldssonar gjör- ólíka hlið á Konráði, örvilnaðan mann og bölsýnan, sem rekur raunir sínar fyrir göml- um vin og skólabróður, en þann trúnað mun hann hafa sýnt fáum, svo dulur sem hann var. Vinátta þeirra hlýtur að hafa verið mjög náin í æsku, úr því að Konráð velur Stefán sér að trúnaðarmanni, fyrst eftir missi unnustu sinnar, sem varð honum svo mikið áfall að hann varð aldrei samur síð- an, og löngu síðar er kona hans var látin. Þessi bréf eru merkilegur vitnisburður um tilfinningar Konráðs sem hann var annars ekki vanur að flíka, heldur byrgði á bak við harða skel. Útgefandi segir í inngangi að íslenzk bréf Konráðs hafi flest verið skrifuð upp, en síð- an „völdu þeir Hannes Pétursson og Gils Guðmundsson úr þeim þau sem hér eru prentuð, en það er aðeins lítill hluti þeirra bréfa, sem til eru“. Frekari greinargerð fyr- ir úrvalinu er ekki gerð. Nú mætti spyrja: 421
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.