Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2011, Side 106

Ægir - 01.08.2011, Side 106
104 NAVIS ehf. Flatahrauni 5A 220 Hafnarfjörður Sími 544 2450 www.navis.is Tveggja skrúfu togari, skrokkhönnun sem nýtir orkuna betur, leiðir til að létta meðferð kara í lestum ísfiskskipa og endurbætt hönnun við línuveiðar, eru dæmi um lausnir sem starfsmenn Navis hafa verið að vinna að undanfarin miss- eri samhliða margvíslegum verkefnum fyrir erlendar útgerðir og skipa- smíðastöðvar . Navis á Flatahrauni í Hafnarfirði hefur um árabil annast frum- hönnun á ýmsum gerðum skipa auk breytinga á eldri skipum, breytingar og nýhönnun á vinnslulínum og fjölda annarra verkefna . Nánast eingöngu erlend verkefni „Allt frá stofnun Navis 2003 hafa nánast öll okkar verkefni verið fyrir erlenda aðila, því það hefur lítið verið að gerast í tengslum við nýsmíðar eða breytingar á íslenska flotanum,“ segir Hjörtur Emils- son, framkvæmdastjóri Navis . Hann segir litlar endurbætur hafa farið fram á íslenska flotanum undanfarið og eina nýsmíðaverkefnið sem í gangi er var sett af stað fyrir hrun . Á sama tíma haldi flotinn áfram að eldast og verða óhag- kvæmari í rekstri . Meðal verkefna sem Navis hefur unnið að undanfarin misseri er hönnun og eftirlit með breytingum á tveimur stórum kóreskum togurum . Navis vinnur einnig að samningum um verkefni í Kína og hefur fyrirtækið m .a . verið valið ásamt tveimur öðrum til að taka þátt í samkeppni um hönnun á liðlega 70 metra togara fyrir kínverska ríkið . Þá hefur fyrirtækið nýlega forhannað 60 metra togara fyrir japanska útgerð en japanska útgerðin bíður nú eftir leyfi stjórnvalda til að hefja smíði nýs togara að vestrænni fyrirmynd . Loks má nefna að starfsmenn Navis hönnuðu nýlega flutningapramma fyrir ástralskt náma- fyrirtæki, þannig að verkefni fyrir- tækisins koma úr mjög ólíkum áttum . Skipahönnun Auk þeirra verkefna sem Navis hefur sinnt fyrir erlenda aðila hefur fyrirtækið haldið áfram vinnu að eigin skipahönnun og mun kynna sitthvað af því á sjávarútvegssýningunni . „Við munum meðal annars kynna nýjan 50 metra ísfisktogara, karakerfi í lestar ís- fiskskipa og endurbætta hönnun á línuskipi . Þá erum við með drög að tveggja skrúfu togara sem er lausn sem getur verið hagkvæm fyrir skip af til- tekinni tegund og stærð .“ Hjörtur segir íslenska línuveiðiflotann kominn til ára sinna og að talsverður áhugi sé hjá útgerðum að ráðast í endurnýjun og fá skip sem eyða minna og sem ná inn meira af aflanum en þau gera í dag . „Í dag tapast alltaf eitthvað af fiskinum af línunni við skipshlið þegar verið er að draga hana um borð . Við höfum verið að líta til nýrrar lausnar sem stuðlar að því að ná þessum fiski í auknum mæli um borð og stefnum að því að kynna hana á sjávarútvegs- sýningunni . Við höfum einnig verið að skoða búnað sem auðveldar meðhöndlun á fiskikörum í lestum ísfisk- skipa og höfum komið okkur niður á frumdrög sem þarf að vinna nánar úr .“ Loks má nefna að Navis hefur hannað skipsskrokk með nánast lóð- réttu stefni í stað perustefnis sem er algengast á fiskiskipum í dag . Hjörtur segir að með slíku stefni náist lengri vatnslína á skipið og jafnframt minna innfallshorn vatnslínu óháð hleðslu . Nokkurskonar „pera“ er hluti af stefninu neðan sjólínu en hún stendur ekki fram fyrir stefnið . Þessi atriði gera skipið að öðru jöfnu léttara í framdrift . Þau eru þó engin nýlunda í skipatæknilegu tilliti en hafa ekki verið notuð við gerð fiskiskipa í seinni tíð . „Það verður gaman að fá tækifæri til að kynna hönnun okkar á sjávarútvegssýningunni og fá viðbrögð gesta við henni,“ segir Hjörtur Emilsson framkvæmdastjóri Navis, að lokum . Hjörtur við líkan af einu þeirra skipa sem Navis hefur tekið þátt í að hanna að undanförnu . Navis kynnir for- vitnilegar nýjungar í skipahönnun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.