Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 82
Tímarit Máls og menningar
upp, hún var borin upp á hákambinn á milli
ár og sjávar" (bls. 281). Þá er í bókinni
ögt og krökkt af málvillum, ekki sizt í gervi
fallskekkju. Á bls. 170 er sagt, að „þessi
félagsskapur" sé að hnigna. Við segjum, að
einhverjum hnigni, en ekki að einhver
hnigni. — „... og þetta man ég nú sér-
staklega eftir“, segir á bls. 202. Við mun-
um ekki eftir þetta, heldur þessu. „Það gat
alveg varnað því, að skipið hvolfdi", segir
á bls. 235. En skipiff hvolfir alls ekki, held-
ur hvolfir skipinu. — Ábyrgðarmaður seg-
ir í formála og það með nokkru stærilæti:
„Ekki er heldur til þess vitað, að slík frá-
sögn hafi verið gefin út í bók án þess að
hnikað væri til svo miklu sem einu orði,
eða endingu orðs, til ritmáls". Það er vissu-
lega ekki von á góðu, þegar svona kreddu-
sjónarmið eru látin ráða vinnubrögðum.
En fleira kemur til, sem kippa má í samt
lag með einu pennastriki. Oft er um klaufa-
legt orðalag að ræða. Þegar Þorsteinn á
ReynivöIIum fer á strandstað að sækja kol,
þá er sleði tengdur fyrir hestinn, en við-
kunnanlegra hefði mér þótt, ef hesturinn
hefði verið spenntur fyrir sleðann (bls.
119). Það er talað um hest, sem „við öll
snögg viðvik þá varð hann anzi hvumsa við“
(bls. 176). Hér hefur Steinþóri orðið sá
fótaskortur á tungunni að segja hvumsa í
staðinn fyrir hvumpinn. „Það var nú ekkert
sérstaklega gaman af að heyra hann syngja“,
segir á bls. 162. Þetta er leiðindavilla, sem
ryður sér mjög til rúms nú í seinni tíð, og
er leitt til að vita, ef skaftfellskur öldung-
ur er látinn gefa henni byr í seglin. Við
höfum gaman af einhverju, en svo er gam-
an að einhverju. Þá er talað um að koma
saman skeifu (bls. 221). Það er ekki vel
að orði komizt, því að efni skeifunnar er
ekki í tvennu lagi, en skeifuefnið er slegið
til. „Að taka átakið“ (bls. 233) er nokkuð
klaufalegt, þar sem merkingin er sú að
taka í árinni. Þá verður Steinþóri það á að
skjóta aukaneitun inn í setningu, svo að
fram kemur merking þveröfug við það,
sem af sambandi verður séð að við á: „Og
það brást varla, að faðir minn kæmi ehki
með eitthvað heim“ (bls. 249). „En til
þess að allt gæti nú farið formlega fram
og ekki væri hægt að rengja það, að ekki
væri rétt talið, þá segi ég við húsbónd-
ann ..(bls. 299).
Mig tæki það mjög sárt, ef litið væri á
þessa gagnrýni mína sem löngun til að
niðurlægja frænda minn og jafnaldra og
samstarfsmann í mikilvægum málum okk-
ar héraðs, sem við báðir tveir erum tengd-
ir svo einstaklega elskulegum böndum. Ég
vil endurtaka það, að ég tel Steinþór mjög
góðan sagnamann. En sú er höfuðveila
sagnamennsku Steinþórs, að út af getur
borið um orðfæri hans, svo ágætt sem það
getur verið öðrum þræði, en meginkostir
hennar eru þess eðlis, að þeir njóta sín
ekki sem lesmál. En það er enginn vel-
gerningur við þennan bændaöldung að fara
að auglýsa hann sem eitthvert heimsins við-
undur, þar sem framsetning hans er gerð
að helgidómi, svo að ekki má einu sinni
leiðrétta fallvillu eða mismæli. Synd Stef-
áns færist í þann flokk synda, sem heita
ásetningssyndir, og þess háttar syndir kvað
vera erfitt að fyrirgefa.
Gunnar Benediktsson.
Hallgrímiir Pétursson
„Passíusálmarnir eru svo persónulegur
skáldskapur, að einhvers konar samband
við örlög höfundarins hefur lengi verið
óhjákvæmilegt umhugsunarefni." Ritgerð
sú, sem Sigurður Nordal hefur nú sent frá
sér um Hallgrím Pétursson og Passíusálm-
ana,1 er afar persónulegt og einlægt upp-
1 Sigurður Nordal: Hallgrímur Pétursson
og Passíusálmarnir. Helgafell 1970. 140 bls.
72