Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 40
TímaritMáls og menningar Og ellin er snemma á ferð. Motta á niðdimmri nótt nægir til þess að þú deyir þakklátur og úr hungri. Ekki á vestræn menning ein sökina, eftir ljóðinu að dæma. Negrinn hefur sætt sig við að þræla í tólf stundir. Og þegar þannig vinnudegi lýkur er hann orðinn að aumum þræli sem deyr þakklátur, þótt hverjum manni sé frjálst að rísa upp gegn eymd sinni og kúgara. Auðvitað þræla fleiri en negrinn fúslega í tólf stundir eða lengur. Fólk hvítt á hörund og langskólagengið beygir sig jafnvel fagnandi undir þrældóm en telur sig þó ekki til þræla, því að þrældómurinn er launaður. „Eg þigg laun, þess vegna er ég maður.“ Þannig gæti hljómað lífsviðhorf hins vestræna vinnuþræls. En negrinn hugsar af meira lítillæti hvað kaup og þægindi varðar, því motta á niðdimmri nótt nægir til þess að hann geti dáið þakklátur. Slíkur er máttur svefnmottunnar í samfélagi svartra. En auðvitað þarf húsbúnaður að vera veglegri ef hann á að geta glatt hvítan vinnuþræl. Sú vitsmunavera þarf að eiga að minnsta kosti svefnsófa. Gagnrýni á hugarfar svertingjans var ríkur þáttur í frelsisbaráttu ný- lenduþjóða Portúgals í Afríku. En eftir að þjóðirnar öðluðust sjálfstæði hefur blaðinu verið snúið við, en sú list er eitt helsta vandamál allra þjóðfélagsbyltinga og er lagin hægri mönnum og vinstri, og heita mál- gögn þeirra Morgun/viljinn eða Þjóð/blaðið eða Morgunblaðið og Þjóðviljinn, eftir því hvernig stjórnmálamenn bræða saman ríkisstjórnir. Og undir haus dagblaða sem heita þessum sígildu blaðanöfnum er svefnlyfi hróss og lýðskrums dælt óspart í negrann sem hjálp í viðlögum gegn hinni ógurlegu reynd sem blasir hvarvetna við augum: afleiðingu erlendrar áþjánar um aldaraðir og eyðileggingu langvarandi frelsisstríðs. Um leið er negrinn hvattur til að auka afköst sín um allan helming efnahagnum til bjargar. Þá er auðvaldsgrýlunni beitt óspart, mannætunni miklu sem étur börn negrans, ef hann starfar ekki stanslaust í tólf stundir, nú í þágu sósíalismans sem hljómar í eyrum flestra sem framandi, hvítt 30 ■
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.