Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 40
TímaritMáls og menningar
Og ellin er snemma á ferð.
Motta á niðdimmri nótt
nægir til þess að þú deyir
þakklátur
og úr hungri.
Ekki á vestræn menning ein sökina, eftir ljóðinu að dæma. Negrinn
hefur sætt sig við að þræla í tólf stundir. Og þegar þannig vinnudegi
lýkur er hann orðinn að aumum þræli sem deyr þakklátur, þótt hverjum
manni sé frjálst að rísa upp gegn eymd sinni og kúgara.
Auðvitað þræla fleiri en negrinn fúslega í tólf stundir eða lengur. Fólk
hvítt á hörund og langskólagengið beygir sig jafnvel fagnandi undir
þrældóm en telur sig þó ekki til þræla, því að þrældómurinn er launaður.
„Eg þigg laun, þess vegna er ég maður.“ Þannig gæti hljómað lífsviðhorf
hins vestræna vinnuþræls. En negrinn hugsar af meira lítillæti hvað kaup
og þægindi varðar, því motta á niðdimmri nótt nægir til þess að hann geti
dáið þakklátur. Slíkur er máttur svefnmottunnar í samfélagi svartra. En
auðvitað þarf húsbúnaður að vera veglegri ef hann á að geta glatt hvítan
vinnuþræl. Sú vitsmunavera þarf að eiga að minnsta kosti svefnsófa.
Gagnrýni á hugarfar svertingjans var ríkur þáttur í frelsisbaráttu ný-
lenduþjóða Portúgals í Afríku. En eftir að þjóðirnar öðluðust sjálfstæði
hefur blaðinu verið snúið við, en sú list er eitt helsta vandamál allra
þjóðfélagsbyltinga og er lagin hægri mönnum og vinstri, og heita mál-
gögn þeirra Morgun/viljinn eða Þjóð/blaðið eða Morgunblaðið og
Þjóðviljinn, eftir því hvernig stjórnmálamenn bræða saman ríkisstjórnir.
Og undir haus dagblaða sem heita þessum sígildu blaðanöfnum er
svefnlyfi hróss og lýðskrums dælt óspart í negrann sem hjálp í viðlögum
gegn hinni ógurlegu reynd sem blasir hvarvetna við augum: afleiðingu
erlendrar áþjánar um aldaraðir og eyðileggingu langvarandi frelsisstríðs.
Um leið er negrinn hvattur til að auka afköst sín um allan helming
efnahagnum til bjargar. Þá er auðvaldsgrýlunni beitt óspart, mannætunni
miklu sem étur börn negrans, ef hann starfar ekki stanslaust í tólf stundir,
nú í þágu sósíalismans sem hljómar í eyrum flestra sem framandi, hvítt
30
■