Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 65
Sérstaða Jðhanns Jónssonar tilfmningu manna og koma þeim til að skynja, meðan þeir voru i öngum sínum þar ytra, þar sem erlent regn drýpur af upsum og ókunnir vindar kveina við dyr, hve djúpar rætur þeir áttu í náttúru, sögu og þjóðlífi ættarlands síns — og það er engu líkara en að allt þeirra angur mundi hafa horfið sem dögg fyrir sólu, hefðu þeir átt kost á flugfari heim til að geta faðmað „fósturlandið góða“. En um Jóhann Jónsson gegnir öðru máli, og einvera hans er dýpri en svo, að betri samgöngur hefðu þar nokkuð mátt bæta úr, heldur er hún fremur í ætt við það sem næmari menn af ýmsum þjóðernum hafa fundið á tuttugustu öld, tilfinn- inguna fyrir framandleika mannsins gagnvart eigin tilveru, þar sem hver og einn er, með orðum Jóhanns, vegvilltur, framandi maður, felldur i skorður hvers- dagsleika og vana og horfinn í æði múgsins og glaumsins. Þetta færir hann nær miðevrópskum hugarheimi sins tima en islenzkum, en um leið nær þeim kynslóðum sem eru uppi á Fróni á síðari hluta tuttugustu aldar en fyrri kynslóðum. Með þessu er ekki sagt, að ekki megi finna margt það í ljóðum Jóhanns sem hann á sameiginlegt með öðrum skáldum af sinni kynslóð, og sum kvæði hans hefðu raunar getað staðið í hvaða ljóðabók þessa tímabils sem er. Hér er einnig til staðar lífsnautnarstefna tímans, krydduð sjálfsupphafningu, í línum eins og: Eg hef teygað mig sælan af syndum, sofið — og dreymt. Hér er einnig leitazt við að seiða fram látlausa dulúð þjóðvisunnar íslenzku, einna skýrast í kvæðunum „Þei þei og ró“ og „Dauðinn ríður“, og hver kannast ekki við hina tragísku náttúrukennd, sem kemur fram í þessum línum Jóhanns: Dökkvinn flæðir sem eitur um sár þau er sólunni blæðir. En hins vegar er í stað alls glamurs og háværrar tilfinningasemi, sem vill brenna við sums staðar, áberandi hjá Jóhanni tilhneiging til að leika á lágværa tóna og beita sefjandi hljóðfalli á þann hátt að það bendir í átt til táknstefnu, til dæmis í kvæðinu Dans, sem hefur til að bera talsvert af kliðmýkt Verlaines. Þegar Jóhann kom til Þýzkalands árið 1921, er þar harla ólíkt andrúmsloft ríkjandi því sem var hér heima, þar sem í stað þess glaðklakkalega ungmenna- 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.