Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 119
Stafur Prosperós
Kalíban stofnar til með þeim Trinkúló og Stefanó. Sviksemi Kalíbans kemur
Prosperó á óvart; þetta er fyrsti ósigur hans á eynni. En það er annar ósigurinn í
lífi Prosperós. Hann hafði tapað hertogadæmi sínu á því að helga sig vísindum
og list; á traustinu til bróður síns; með öðrum orðum — af því hann hafði trúað
því að veröldin væri góð. Svikráð Kalíbans eru nýr ósigur, sem uppeldis-aðferðir
Prosperós bíða. Enn kemur það í ljós, að stafur hans er ekki almáttugur.
Prosperó ætlaði að setja veraldarsöguna á svið í eynni til viðvörunar fyrir
skipbrotsmenn og áhorfendur. En veraldarsagan reyndist enn grimmilegri en
hann hafði ætlað. Þar komu önnur beisk vonbrigði, einmitt í sama mund og
hann var að halda hátíðlegt hjúskaparheit Ferdínands og Míröndu, og veita
augum þeirra sýn til hinnar glötuðu Paradísar.
Sá djöfulborni drýsill; engin ræktun
hrín á hans órækt; öll er natni mín,
af mannúð sprottin, gagnslaus, gagnslaus öll!
og svo sem árin magna Iíkams-lýtin,
svo grotnar sálin. — Hg skal þjaka þá
svo að þeir hríni. (IV, 1)
Þetta er ein af grundvallar-setningum Ofviórisins, og ef til vill sú torráðnasta.
Hún er faldurinn á harmsögu Prosperós. Það er ekki fyrr en eftir þessa sýnu, að
hann vill brjóta töfrasprota sinn og kasta honum frá sér. Sjálf orðin, sem
Prosperó beitir, eru mjög athyglisverð;
... öll er natni mín,
af mannúð sprottin, gagnslaus, gagnslaus öll!
Þegar Don Juan í leikriti Molieres rekst á beiningamann, þá fer hann að hæðast
að himnesku réttlæti. Hann býður honum ölmusu í skiptum fyrir formælingu.
En beiningamaðurinn hafnar boðinu. Loks kastar Don Juan til hansgullpeningi
og segir: „Eg gef þér hann af mannást“ („Je te le donne pour l’amour de
l’humanité"). Engin önnur setning úr penna Molieres hefur sætt jafn-margvís-
legri túlkun. Sumir skýrendur sjá í þessum orðum — sem eru óvenjuleg í
frönsku máli á sautjándu öld — einungis jafngildi orðtaksins „af hjartagæzku
minni.“ Aðrir lesa úr þeim skynsemistrúar-orðalag, eða jafnvel skopstælingu, á
hinni hefðbundnu klausu „pour l’amour de Dieu“ („fyrir guðs ást“). Enn aðrir
telja að orðið „humanité“ hafi í munni Don Juans þegar fengið að fullu átjándu
aldar merkingu sína, „mannúð,“ og Don Juan sé fyrirrennari upplýstrar mann-
úðarstefnu.
109