Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 120
Tímarit Máls og menningar Orð Shakespeares „af mannúð sprottin“ (“humanely taken”) eru viðlíka tvíræð. Hægt er að leggja í þau mjög þrönga merkingu, svo að þau þýði ekki mikið umfram „sprottin af hjartagæzku minni.“ En út úr þeim má einnig lesa fulla nýjunartíma-merkingu latneska orðsins „humanitas". í mínum augum er á þessum tveimur orðasamböndum, „pour l’amour de l’humanité“ hjá Moliere, og “humanely taken” hjá Shakespeare, sama snilldar-markið. Ef veraldarsagan hefur verið sviðsett á eyju Prosperós, þá er saga Kalíbans kafli úr sögu mannkynsins. Þegar Ofviðrið er lesið á þann veg, verða þrjár sýnur sérlega markverðar. Sú fyrsta þeirra verður í lok annars þáttar. Stefanó hefur þá þegar gert Kalíban ölvaðan. Tilræðið hefur verið afráðið. Hið „hrausta skoffin“ vísar sinum nýja herra veg. Þá er það, að Kalíban syngur í fyrsta sinn. Drykkjuvísan sú endar á óvæntu viðlagi: Frelsi! húrra! húrra! frelsi! frelsi! húrra! frelsi! I fyrstu sýnu leiksins var það Aríel sem bað um frelsi. Nú endurtekur Shakespeare sama atburð með hrottalegu háði. Og ekki aðeins einu sinni, heldur tvisvar. I þriðja þætti er drykkjurútur, fífl, og vesalt skrímsl að hefjast handa um valdsteypu. Þeir eru á leiðinni til að myrða Prosperó. I þetta sinn er það Stefanó sem syngur: Brjótum og berjum, og hótum og herjum! hugur frjáls! „Hugur frjáls!" — syngur drykkjusvolinn. „Hugur frjáls!" — endurtekur fíflið. Aðeins Kalíban veitir því eftirtekt, að skyndilega hefur skipt um lag. A þessu andartaki birtist Aríel með „trumbu og flautu“, og ruglar laginu. „Þetta erekki lagið“ —grenjar Kalíban. Kalíban hefur heyrt til Aríels. Þetta er kjarninn í þeim skrípa-harmleik Shakespeares, sem skaut forn- menntasinnum skelk í bringu með groddalegu sniði sínu, en rómantíkursinnar hylltu sem stefnu nýrra leikbókmennta. En þeim var um megn að ná tóninum frá Shakespeare. I stað skrípa-harmleikja sömdu þeir tilfmningaleiki eins og leikrit Victors Hugos. Hjá Shakespeare blandast skrípaleikur og harmleikur og rennur saman í eitt, eins og drykkjusöngur Stefanós og Trinkúlós er allt í einu orðinn að tónlist Aríels. Stefanó og Trinkúló eru einungis skrípa -persónur, en Kalíban er bæði skrípa- og harmpersóna. Hann er drottnari, skrímsl og maður. Hann er skrípilegur í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.