Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 122
Tímarit Máls og menningar
í öörum skilningi en aðrir. Fyrir þeim einum byrjar allt í raun og veru í fyrsta
sinn. Á fjórum stundum hafa þau uppgötvað ástina, og hvort annað. Þau eru
heilluð hvort af öðru. Þau tákna æskulýð heimsins. En þau sjá ekki heiminn. Frá
upphafi til enda sjá þau aðeins hvort annað. Þau hafa ekki einu sinni orðið vör
við valdabaráttu, uppreisn og samsæri, sem hefur átt sér stað í kring um þau.
Þau eru töfruð hvort af öðru.
Þrjár sýnur ráða úrslitum að því er varðar Miröndu og Ferdínand. Sú fyrsta er
hin hátíðlega trúlofun, þegar Prosperó setur skrautsýninguna á svið þeirra vegna
með hjálp Ariels. Það er dæmigerður Elsabetar-grímuleikur. Vera má að
Shakespeare hafi ekki samið það allt, eða samið það síðar, vegna hirðsýningar á
Ofviðrinu í tilefni af brúðkaupi dóttur Jakobs fyrsta og kjörfurstans af Pfalz.
Grimuleikurinn er táknrænn. Grísk goð birtast og tala á íburðarmiklu bundnu
viðhafnar-máli. En þrátt fyrir alla tilgerð, er leikurinn mikilvægur að þvi leyti
sem hann vekur upp forna gullöld, þegar jörðin var syndlaus og bar sinn ávöxt
án þrauta.
Heyr páa-dyn!
Á eynni, þar sem hin raunverulega veraldarsaga hefur verið sett á svið, sýnir
Prosperó elskendunum ungu hina týndu Paradis.
. . . á þessum sraö,
sem hugall faðir hennar, er ég kýs
að brúði, hefur breytt í Paradís. (IV,1)
Og það er einmitt þessi sýna, sem er skyndilega rofin, svo að henni lýkur á
mishljómi. Hin raunverulega saga rýfur sældina. Prosperó kemst á snoðir um
svik Kalíbans, og í fýrsta sinn gefur hann reiði sinni lausan tauminn. Hinn
táknræni grimuflokkur dreifist á ringlureið. Og þá fylgir sá kafli, sem hefur að
geyma kunnustu setningu Ofviðrisins:
Vér erum þelið
sem draumar spinnast úr; vor ævi er stutt
og umkringd svefni. (IV,1)
Það heimspekilega og skáldlega viðhorf, að „lífið sé draumur", er mjög algengt
í barrok-skáldskap; en þungamiðjan í þessu máltaki Shakespeares virðist mér
fjarri dulhyggu Calderons. Það býr fremur yfir kvíðanum i eintölum Hamlets og
einni viðvörun enn til elskendanna ungu um forgengileik allrar mannlegrar