Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 101
Gestur Guðmundsson Skólaumbætur og skólagagnrýni Þótt við sósíalistar séum jafnan lagnir við að fara í hár saman erum við að mestu sammála um það grundvallaratriði, að verkalýðsstéttin ein getur orðið þunga- miðjan í þeirri félagslegu hreyfingu sem kollvarpar auðskipulaginu. Það setur okkur íslenska sósialista því óneitanlega í vanda að virkt baráttufólk í hreyfingu okkar tilheyrir langflest einhverri millistétt. Við horfumst hins vegar sjaldan í augu við þennan vanda né gaumgæfum hvar í stétt við erum sett og hvaða skilyrði það veitir pólitísku starfi okkar. Við getum aldrei komið í stað verka- lýðsstéttarinnar, við getum ekki veitt baráttu hennar forystu og höfum tak- markaða möguleika til að ýta undir þróun hennar til róttækni. Við búum við aðra lífsaðstöðu og um leið eru skilyrðin til sósíalískrar vitundarþróunar talsvert frábrugðin. Sósíalískt starf hlýtur ekki síst að vera glíma við nánasta umhverfi hvers og eins. Á íslandi er mikinn hluta sósíalista að finna í skólakerfinu, báðum megin við kennarapúltið, og því hlýtur skólinn að vera veigamikill vettvangur sósíal- ísks starfs. íslenskt skólakerfi ól þó ekki sósíalíska hreyfingu sér við brjóst fyrr en í kjölfar alþjóðlegrar æskulýðsuppreisnar fyrir u. þ. b. áratug. íslendingar eign- uðust e. t. v. aldrei róttæka námsmannahreyfmgu, en þó vísi að henni. Andófs- hópar mynduðust meðal háskólastúdenta heima og erlendis, menntaskólanema, iðnnema og fleiri skólanema, og þeir leituðu til sósíalismans að valkosti við kapítalismann og ekki síst menntakerfi hans. Fyrir nokkrum misserum tók eldri kynslóð sósíalískra skólamanna nokkurn fjörkipp, og svolítil umræða varð, einkum í Þjóðviljanum, Tímariti Máls og menningar og Alþýðubandalaginu. Því miður átti sú umræða hvergi beinan snertiflöt við það starf sem vísir sósíaliskrar námsmannahreyfingar hafði unnið, og er það undarlegt í jafn lítilli hreyfmgu og íslenskra sósíalista að slík fjarlægð skuli vera milli hópa sem fást við sama viðfangsefni. Þegar námsmannahreyfmgin spratt upp fyrir rúmum áratug beindi hún reiði sinni út fyrir það umhverfi sem hún hrærðist í. Hún mótmælti framferði heimsvaldastefnunnar í þriðja heiminum og þeirri firringu vinnunnar og neyslusóun sem námsmenn eiga að jafnaði lítinn hlut að. Með öllum bægsla- 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.