Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Page 107
Skólaumbœtur og skólagagnrýni lýsinga um staðreyndir, og gegn því er teflt ákvæðum nýlegrar lagasetningar um að skólinn skuli efla sjálfstæða hugsun. (4) Páll Skúlason (7) gengur einna lengst í þessa átt. Hann gagnrýnir það sjónarmið að líta á skólann sem „kjörbúð“ þar sem nemendur taki sér vörutegundir eftir óskum. Þess í stað beri að líta svo á að menntun sé þroski og að skólar séu eða eigi að vera leiðir til þroska. Með þroska á ég einfaldlega við vöxt eða fullkomnun þeirra eiginleika sem eru mönnum eðlislægir: AÖ menntast er þá að verða meira maður — ekkimeiri maður — í þeim skilningi að þær gáfur eða eiginleikar sem einkenna manninn fái notið sín, vaxi og dafni eðlilega. Gagnrýni Páls á „markaðssjónarmiðið" er ófullnægjandi, m. a. vegna þess að hann gerir enga grein fyrir samhengi þess. Þegar talað er um að láta eftirspurn eftir menntun ráða framboði hennar er jafnan gengið út frá öðrum markaði, vinnumarkaðnum, þ. e. að eftirspurn hans eftir menntun ráði því til lengdar í hvaða menntun fólk sækir. M. ö. o. segir þessi skoðun á máli frjálshyggjuhag- fræðinnar það augljósa hagsmunaatriði auðmagnsins að eftirspurn auðmagns eftir menntun skuli ráða gerð menntunar. Dæmi um þetta sjónarmið er hin stefnumarkandi skýrsla Háskólanefndar 1969, Efltng Háskóla Islands. Páll flytur mál sitt um mannúðarstefnu í skólamálum nánast sem algildan sannleik sem eigi við á öllum tímum. A. m. k. víkur hann ekki að því hvernig þessi skólastefna tengist öðrum samfélagsþáttum, og hann segir ekkert um það hvaða möguleikar eru á framkvæmd stefnunnar eða hvaða skilyrðum hún er háð. Þverbrestirnir í málflutningi hans koma e. t. v. best í ljós þegar hann kveður sér til fulltingis tvo andans menn, þá John Stuart Mill og Sigurð skólameistara, og vitnar í hugleiðingar þeirra um menntun. Báðir eru þessir menn augljóslega að tala um menntun fyrir fáa útvalda, sá fyrri um enska háskóla 19. aldar, sá síðari um íslenska menntaskóla á millistríðsárunum. I raun eru þeir að gefa fegraða lýsingu á markmiðum fyrir almenna menntun yfir- stéttarinnar, en Páll heimfærir hugmyndir þeirra upp á allt annan veruleika án þess að færa rök fyrir því að það sé raunhæft. Hann vill gera þetta yfirstéttarhjal að stefnuskrá fyrir háskóla og framhaldsskóla á Islandi nútímans og raunar menntun almennt. Jónas Pálsson sér bóklegt langskólanám hins vegar ekki í neinum hillingum, heldur leitast við að skoða það í sögulegu samhengi. Hann nefnir núverandi skólagerð borgaraskólann og segir kjarna hans vera „menntun úrvalsins á til- 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.