Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 108
Timarit Máls og menningar tölulega þröngu sviði bóklegrar hugsunar“. Gegn þessari skólagerð teflir hann alþýðuskólanum sem skólastefnu framsækinna afla. Meginhugsun hans sé mannúðarstefna sem boðuð hafi verið um aldir, en einkenni hans við núverandi aðstæður væru: Skólinn skyldi koma til móts við persönuíegar þarfir nemenda. Kennslu og námskröfur skal miða við þroska þeirra, allir nemendur, án tillits til greindar- og getustigs, eiga rétt á námsefni og kennslu við sitt hæfi. Skólinn sem stofnun á að miða kröfur sínar og vinnubrögð við þarfir nemenda sinna. Hann skyldi með öðmm orðum laga sig að þeirra kröfum, en ekki öfugt. Allar námsgreinar eiga jafnan rétt innan skólans, þótt þeim verði að ætla mislangan tíma í vinnudegi skólans og starfa verði að ýmiss konar verkefnum í samræmi við aldur, getu og áhugasvið nemenda. Markmið skólastarfsins er alhliða þroski nemandans sem heildstæðs heilbrigðs manns. Efla skyldi sjálfstæði nemenda og raunsætt sjálfstraust, en umfram allt hæfni til að vinna með hug og hönd og glæða eftir því sem unnt er félagslyndi, sanngirni og umburðarlyndi í persónulegum samskiptum utan skóla og innan. Af þessu er vinnan mikilvægust og sú sjálfkvæma nautn sem fylgir velunnu verki — vinnugleðin. Gísli Pálsson er einn þeirra sem tekið hafa undir boðskap Jónasar, og nefnir hann nokkur megineinkenni alþýðuskóla, sem hann leggur að jöfnu við sósial- íska menntastefnu (6): Alþýðuskólinn viðurkennir umhverfisáhrif nemandans og rétt nemenda, foreldra og kennara til að móta skólastarfið. (Mér er hins vegar ekki ljóst hvernig þessi lýðræðiskrafa Gísla á samleið með þeirri skoðun hans að það þurfi „miðstýrt vald til að kippa flokkunarvél skólanna úr sambandi“ (sama grein)). Alþýðuskólinn leggi áherslu á persónulegan þroska, sköpunargáfu og tilfinningalíf nemandans, en láti alla dóma um afrek og afköst lönd og leið. Jónas og Gísli eru engan veginn að byggja skýjaborgir eða setja saman framtíðardraum, heldur er alþýðuskólahugmyndin borin fram sem dægurstefna. Hún sé að hluta til lögfest, t. d. i grunnskólalögum, en nái ekki að eflast á meðan rikjandi stefna i atvinnu- og fjármálum er við lýði hér á landi. . . . Það sem öllu skiptir i dag eru róttækar umbætur i efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. (5 og 10) Hér taka þeir í sama streng og áður er vikið að, en bæta nýjum við: Sem fyrr eru andstæður íslenskra menntamála álitnar vera annars vegar Morgunblaðs- 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.