Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 108
Timarit Máls og menningar
tölulega þröngu sviði bóklegrar hugsunar“. Gegn þessari skólagerð teflir hann
alþýðuskólanum sem skólastefnu framsækinna afla. Meginhugsun hans sé
mannúðarstefna sem boðuð hafi verið um aldir, en einkenni hans við núverandi
aðstæður væru:
Skólinn skyldi koma til móts við persönuíegar þarfir nemenda. Kennslu og
námskröfur skal miða við þroska þeirra, allir nemendur, án tillits til greindar- og
getustigs, eiga rétt á námsefni og kennslu við sitt hæfi. Skólinn sem stofnun á að
miða kröfur sínar og vinnubrögð við þarfir nemenda sinna. Hann skyldi með
öðmm orðum laga sig að þeirra kröfum, en ekki öfugt. Allar námsgreinar eiga
jafnan rétt innan skólans, þótt þeim verði að ætla mislangan tíma í vinnudegi
skólans og starfa verði að ýmiss konar verkefnum í samræmi við aldur, getu og
áhugasvið nemenda.
Markmið skólastarfsins er alhliða þroski nemandans sem heildstæðs heilbrigðs
manns. Efla skyldi sjálfstæði nemenda og raunsætt sjálfstraust, en umfram allt
hæfni til að vinna með hug og hönd og glæða eftir því sem unnt er félagslyndi,
sanngirni og umburðarlyndi í persónulegum samskiptum utan skóla og innan.
Af þessu er vinnan mikilvægust og sú sjálfkvæma nautn sem fylgir velunnu verki
— vinnugleðin.
Gísli Pálsson er einn þeirra sem tekið hafa undir boðskap Jónasar, og nefnir
hann nokkur megineinkenni alþýðuskóla, sem hann leggur að jöfnu við sósial-
íska menntastefnu (6): Alþýðuskólinn viðurkennir umhverfisáhrif nemandans og
rétt nemenda, foreldra og kennara til að móta skólastarfið. (Mér er hins vegar
ekki ljóst hvernig þessi lýðræðiskrafa Gísla á samleið með þeirri skoðun hans að
það þurfi „miðstýrt vald til að kippa flokkunarvél skólanna úr sambandi“ (sama
grein)). Alþýðuskólinn leggi áherslu á persónulegan þroska, sköpunargáfu og
tilfinningalíf nemandans, en láti alla dóma um afrek og afköst lönd og leið.
Jónas og Gísli eru engan veginn að byggja skýjaborgir eða setja saman
framtíðardraum, heldur er alþýðuskólahugmyndin borin fram sem dægurstefna.
Hún sé að hluta til lögfest, t. d. i grunnskólalögum, en nái ekki að eflast
á meðan rikjandi stefna i atvinnu- og fjármálum er við lýði hér á landi. . . . Það
sem öllu skiptir i dag eru róttækar umbætur i efnahags- og atvinnumálum
þjóðarinnar. (5 og 10)
Hér taka þeir í sama streng og áður er vikið að, en bæta nýjum við: Sem fyrr
eru andstæður íslenskra menntamála álitnar vera annars vegar Morgunblaðs-
94