Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 119
Gildismat hennar er óspillt, hugsun
hennar er skýr, en þó lætur hún lífsblekk-
ingu kúga sig, blekkinguna um karl-
manninn sem æðri konunni. Rósa María,
sú sterka, gjöfula kona, hefur fórnað
sköpunarmætti sínum fyrir karlmann, og
eins og allar fórnir er hennar fórn einskis
metin. Það er „sannarlega lítið gagn í því
að vera að deyja fyrir mannkynið," hugsar
Rósa María um Jesú (131), og það sama
má segja um einstaklingsfórnir eins og
hennar.
Rósa María og Jens voru bæði lista-
menn þegar þau kynntust ung í Kaup-
mannahöfn, hún myndvefari, hann
myndhöggvari. Hennar listgrein varð
undir í baráttunni um brauðið fyrstu hjú-
skaparárin, það var hennar eigin ákvörðun
að taka upp kjólasaum sem var arðbærari
(53):
A meðan þú ert ungur og óþekktur
skal ég sjá um allt. Því hafði hún einu
sinni lofað.
Þetta loforð heldur hún enn þótt nú séu
þau komin um fimmtugt, því Jens heldur
áfram að vera óþekktur þótt hann sé ekki
Iengur ungur. Minnimáttarkenndin
gagnvart Jens þrúgar hana stöðugt og
heldur sköpunarþrá hennar niðri — fær
hana meira að segja til að fyrirlíta sína list
—■ og hún finnur fyrir sömu tilflnningu
gagnvart syninum Davíð sem er sama
manngerð og faðirinn. Undirgefnina og
vanmáttinn misskilur Rósa María sem ást
— og hún er ekki ein um það. Það verður
henni óbærilegt þegar að því kemur að
opna augun fyrir því að hún hefur sóað
kröftum sínum í ekki neitt.
Umsagnir um bcekur
Því Jens er einskis virði. Samtal bíl-
stjórans og Jens um glæsilega leigubílinn
gæti alveg eins verið milli okkar lesenda
og Rósu Maríu um Jens: „Eg hélt mig
vera að gera góð kaup,“ segir bílstjórinn
um bílinn sinn. „En þegar ég ætlaði að lifa
á honum þá var það ekki hægt. Þeir éta
mann sjálfan upp í staðinn. Eg vinn tvö-
falt og stundum þrefalt, en samt er ekkert
eftir.“ (61) „Því selurðu ekki blóðsuguna,
maður, heldur en að láta hana drepa þig?“
spyr Jens (eins og við gætum spurt Rósu
Maríu) og bílstjórinn ansar: „Eg skal segja
þér að það kaupir þá enginn lengur, ekki
einu sinni vitlausir strákar." (62) A sama
hátt kaupir enginn lengur menn á borð
við Jens, þeir eru lúxus sem konur geta
ekki leyft sér.
Rósa María er millistig milli gamals og
nýs tíma, milli Þóru gömlu annars vegar
og dætra sinna hins vegar. Hún metur
ekki virðingu Kristjáns fyrr en um seinan
en leyfir Jens að óvirða sig. Dætur hennar
eru ný kynslóð sem fetar fram á við, og
litla stúlkan sem fæðist í sögulok er vonin
um að lífi Rósu Maríu verði lifað upp á
nýtt en án skugga kúgunarinnar.
Aumingja Jens er orðfá bók sem verður
að lesa af vandvirkni. Líney er listvefari
eins og persóna hennar og eins og Rósa
María verðum við að rýna vel í þræðina til
að sjá munstrið greinilega. Myndir af
fólkinu í landinu eru fjöldamargar, allt frá
því sem „fer eftir moldartroðningum þar
sem vont er að fóta sig í rigningum og
vont að detta“ (30) og til þess sem selur
módelfatnað eða ferðast í glæsibifreiðum.
Maður sökkvir sér niður í að skoða þessar
myndir, en það sem einkennir þó skáld-
sögu þessa umfram annað er hógvær viska
105