Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Qupperneq 119

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Qupperneq 119
Gildismat hennar er óspillt, hugsun hennar er skýr, en þó lætur hún lífsblekk- ingu kúga sig, blekkinguna um karl- manninn sem æðri konunni. Rósa María, sú sterka, gjöfula kona, hefur fórnað sköpunarmætti sínum fyrir karlmann, og eins og allar fórnir er hennar fórn einskis metin. Það er „sannarlega lítið gagn í því að vera að deyja fyrir mannkynið," hugsar Rósa María um Jesú (131), og það sama má segja um einstaklingsfórnir eins og hennar. Rósa María og Jens voru bæði lista- menn þegar þau kynntust ung í Kaup- mannahöfn, hún myndvefari, hann myndhöggvari. Hennar listgrein varð undir í baráttunni um brauðið fyrstu hjú- skaparárin, það var hennar eigin ákvörðun að taka upp kjólasaum sem var arðbærari (53): A meðan þú ert ungur og óþekktur skal ég sjá um allt. Því hafði hún einu sinni lofað. Þetta loforð heldur hún enn þótt nú séu þau komin um fimmtugt, því Jens heldur áfram að vera óþekktur þótt hann sé ekki Iengur ungur. Minnimáttarkenndin gagnvart Jens þrúgar hana stöðugt og heldur sköpunarþrá hennar niðri — fær hana meira að segja til að fyrirlíta sína list —■ og hún finnur fyrir sömu tilflnningu gagnvart syninum Davíð sem er sama manngerð og faðirinn. Undirgefnina og vanmáttinn misskilur Rósa María sem ást — og hún er ekki ein um það. Það verður henni óbærilegt þegar að því kemur að opna augun fyrir því að hún hefur sóað kröftum sínum í ekki neitt. Umsagnir um bcekur Því Jens er einskis virði. Samtal bíl- stjórans og Jens um glæsilega leigubílinn gæti alveg eins verið milli okkar lesenda og Rósu Maríu um Jens: „Eg hélt mig vera að gera góð kaup,“ segir bílstjórinn um bílinn sinn. „En þegar ég ætlaði að lifa á honum þá var það ekki hægt. Þeir éta mann sjálfan upp í staðinn. Eg vinn tvö- falt og stundum þrefalt, en samt er ekkert eftir.“ (61) „Því selurðu ekki blóðsuguna, maður, heldur en að láta hana drepa þig?“ spyr Jens (eins og við gætum spurt Rósu Maríu) og bílstjórinn ansar: „Eg skal segja þér að það kaupir þá enginn lengur, ekki einu sinni vitlausir strákar." (62) A sama hátt kaupir enginn lengur menn á borð við Jens, þeir eru lúxus sem konur geta ekki leyft sér. Rósa María er millistig milli gamals og nýs tíma, milli Þóru gömlu annars vegar og dætra sinna hins vegar. Hún metur ekki virðingu Kristjáns fyrr en um seinan en leyfir Jens að óvirða sig. Dætur hennar eru ný kynslóð sem fetar fram á við, og litla stúlkan sem fæðist í sögulok er vonin um að lífi Rósu Maríu verði lifað upp á nýtt en án skugga kúgunarinnar. Aumingja Jens er orðfá bók sem verður að lesa af vandvirkni. Líney er listvefari eins og persóna hennar og eins og Rósa María verðum við að rýna vel í þræðina til að sjá munstrið greinilega. Myndir af fólkinu í landinu eru fjöldamargar, allt frá því sem „fer eftir moldartroðningum þar sem vont er að fóta sig í rigningum og vont að detta“ (30) og til þess sem selur módelfatnað eða ferðast í glæsibifreiðum. Maður sökkvir sér niður í að skoða þessar myndir, en það sem einkennir þó skáld- sögu þessa umfram annað er hógvær viska 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.