Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Síða 128
Tímarit Máls og menningar praktiskar aðgerðir við núverandi aðstæð- ur. Þegar Silja er að fjalla um bókmenntir 19. aldar koma upp vafaatriði. Hún full- yrðir t. d. að saga Jónasar Hallgrímssonar, Grasaferð, sé „unglingasaga“. Þetta þykir mér orka meira en litið tvimælis. I fyrsta lagi gerir Silja sjálf grein fyrir að barna- bókmenntir séu náttúrlega ekki allar þær bókmenntir sem fjalli um börn heldur „skáldrit sem hafa verið skrifuð og gefin út á bók handa börnum“ (bls. 10) og sama hlýtur að gilda um unglingabókmenntir. Nú hygg ég hvergi sé fótur fyrir að Jónas hafi ætlað sögu sina unglingum fremur en fullorðnum, enda hefur alls ekki verið lit- ið svo á. Og mér þykir meira að segja ósennilegt að margir samtiðarmenn hans hafi haldið verkum hans að börnum eða unglingum. Jónas þótti ekkert til fyrir- myndar. — Öfugt vafamál kemur upp þegar ævintýr Andersens eru talin barna- bókmenntir en þýðingar Steingrims Thorsteinssonar á indversku ævintýrun- um Sakúntölu og Sawitri ekki taldar til unglingabókmennta. Allt mun þetta efni hafa verið lesið jafnt af fullorðnum sem ungum. Og þar held ég sé komið að mikilvægu máli. Silja gerir í yfirlitinu um sögu barna- bókmennta á Vesturlöndum skýra grein fyrir þvi hvernig nýjar þjóðfélagsaðstæður sköpuðu allt í einu markað fyrir barna- og unglingabókmenntir. Það var ekki fyrr en nýrik borgarastétt hafði eignast börn sem ekki tóku þátt i hversdagslífi hennar og bjuggu fjarri vinnustöðum foreldra sem nokkur umtalsverð nauðsyn sást á slíkum bókmenntum. Það má með öðrum orðum segja að hugtakið barna- og unglinga- bækur sé markaðshugtak að uppruna, ekki bókmenntahugtak. Gírugir útgefendur og rithöfundar voru fljótir að sjá hag sinn í að gera þarfir þessa nýja lesendahóps sem mestar. Og þar með fór skriðan af stað. En er þá ekki vafasamt nú á tuttugustu öld að fallast umyrðalaust á markaðsskiptingu bókmenntanna? Ættu að vera til ung- lingabókmenntir? Erekki einmitt verið að leika við unglinga okkar ljótan leik? Silja Aðalsteinsdóttir segir i ágætri grein i rit- inu Konur skrifa til heiðurs Önnu Sig- urðardóttur (Sögufélag 1980): „Afþrey- ingartextar í bókum, blöðum eða á plöt- um hafa það megineinkenni að einfalda það sem þeir fást við, hvort sem það er mannlíf i fortið, nútið eða framtíð, þessa heims eða annars. Þeir búta tilveruna nið- ur til hagræöingar fyrir markaðinn . . .“ (bls. 187). Og ég spyr: Er ekki einmitt verið að búta tilveruna niður fyrir markaðinn með þvi að fallast á að ung- lingar séu aðgreinanlegur neysluhópur? Mér sýnist einmitt það séu postular neysluþjóðfélagsins sem halda þessu stifast að unglingum: ,Þú ert unglingur og þá áttu að hafa þessar og þessar skoðanir, þér á að þykja gaman að þessari og þessari tónlist, þú átt að vilja klæðast þessum og þessum fötum, þú átt að vilja lesa þessar og þessar bókmenntir'. Hvergi fær ung- lingur stuðning við að hann sé persóna með sjálfstæðan vilja, sjálfstæðar skoðanir. Honum er innrætt að lita á sig sem númer i neysluhópi. Þarna dettur mér einmitt i hug að bókmenntirnar gætu vegið á móti ef þær hætta að líta svo á að börn séu besta fólk en segja einfaldlega að börn séu fólk! — Vitanlega dettur mér ekki í hug að neita þörfinni á auðveldu lestrarefni handa börnum sem eru að læra að lesa, ég tala nú 114
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.