Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Qupperneq 128
Tímarit Máls og menningar
praktiskar aðgerðir við núverandi aðstæð-
ur. Þegar Silja er að fjalla um bókmenntir
19. aldar koma upp vafaatriði. Hún full-
yrðir t. d. að saga Jónasar Hallgrímssonar,
Grasaferð, sé „unglingasaga“. Þetta þykir
mér orka meira en litið tvimælis. I fyrsta
lagi gerir Silja sjálf grein fyrir að barna-
bókmenntir séu náttúrlega ekki allar þær
bókmenntir sem fjalli um börn heldur
„skáldrit sem hafa verið skrifuð og gefin
út á bók handa börnum“ (bls. 10) og sama
hlýtur að gilda um unglingabókmenntir.
Nú hygg ég hvergi sé fótur fyrir að Jónas
hafi ætlað sögu sina unglingum fremur en
fullorðnum, enda hefur alls ekki verið lit-
ið svo á. Og mér þykir meira að segja
ósennilegt að margir samtiðarmenn hans
hafi haldið verkum hans að börnum eða
unglingum. Jónas þótti ekkert til fyrir-
myndar. — Öfugt vafamál kemur upp
þegar ævintýr Andersens eru talin barna-
bókmenntir en þýðingar Steingrims
Thorsteinssonar á indversku ævintýrun-
um Sakúntölu og Sawitri ekki taldar til
unglingabókmennta. Allt mun þetta efni
hafa verið lesið jafnt af fullorðnum sem
ungum. Og þar held ég sé komið að
mikilvægu máli.
Silja gerir í yfirlitinu um sögu barna-
bókmennta á Vesturlöndum skýra grein
fyrir þvi hvernig nýjar þjóðfélagsaðstæður
sköpuðu allt í einu markað fyrir barna- og
unglingabókmenntir. Það var ekki fyrr en
nýrik borgarastétt hafði eignast börn sem
ekki tóku þátt i hversdagslífi hennar og
bjuggu fjarri vinnustöðum foreldra sem
nokkur umtalsverð nauðsyn sást á slíkum
bókmenntum. Það má með öðrum orðum
segja að hugtakið barna- og unglinga-
bækur sé markaðshugtak að uppruna, ekki
bókmenntahugtak. Gírugir útgefendur
og rithöfundar voru fljótir að sjá hag sinn
í að gera þarfir þessa nýja lesendahóps sem
mestar. Og þar með fór skriðan af stað. En
er þá ekki vafasamt nú á tuttugustu öld að
fallast umyrðalaust á markaðsskiptingu
bókmenntanna? Ættu að vera til ung-
lingabókmenntir? Erekki einmitt verið að
leika við unglinga okkar ljótan leik? Silja
Aðalsteinsdóttir segir i ágætri grein i rit-
inu Konur skrifa til heiðurs Önnu Sig-
urðardóttur (Sögufélag 1980): „Afþrey-
ingartextar í bókum, blöðum eða á plöt-
um hafa það megineinkenni að einfalda
það sem þeir fást við, hvort sem það er
mannlíf i fortið, nútið eða framtíð, þessa
heims eða annars. Þeir búta tilveruna nið-
ur til hagræöingar fyrir markaðinn . . .“
(bls. 187). Og ég spyr: Er ekki einmitt
verið að búta tilveruna niður fyrir
markaðinn með þvi að fallast á að ung-
lingar séu aðgreinanlegur neysluhópur?
Mér sýnist einmitt það séu postular
neysluþjóðfélagsins sem halda þessu stifast
að unglingum: ,Þú ert unglingur og þá
áttu að hafa þessar og þessar skoðanir, þér
á að þykja gaman að þessari og þessari
tónlist, þú átt að vilja klæðast þessum og
þessum fötum, þú átt að vilja lesa þessar
og þessar bókmenntir'. Hvergi fær ung-
lingur stuðning við að hann sé persóna
með sjálfstæðan vilja, sjálfstæðar skoðanir.
Honum er innrætt að lita á sig sem númer
i neysluhópi. Þarna dettur mér einmitt i
hug að bókmenntirnar gætu vegið á móti
ef þær hætta að líta svo á að börn séu besta
fólk en segja einfaldlega að börn séu fólk!
— Vitanlega dettur mér ekki í hug að
neita þörfinni á auðveldu lestrarefni handa
börnum sem eru að læra að lesa, ég tala nú
114