Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1981, Side 130
Tímarit Máls og menningar hans gerir þvi meira en rekja þröngt og afmarkað svið, það gefur innsýn í flesc það sem máli hefur skipt í sögu ljóðagerðar hérlendis á öldinni. Ýmislegt er þá náttúrlega sagt sem fáum þarf að koma á óvart, en þó verður jafnan uppi nýr flötur á málinu þegar menn rekja sig einkum eftir einum þrasði. Það er t. d. athyglisvert að fá það staðfest að róttæk raunsæisstefna á fjórða áratugnum orkaði síður en svo hvetjandi á tilraunir i ljóðagerðinni — þó svo Eysteinn virðist reyndar telja mestu furðu að nýjungagirni manna skyldi yfir- leitt lifa þann tima af (sjá bls. 62)! Miklu nýstárlegra þykir mér endurmat á framlagi Magnúsar Asgeirssonar til módernisma. Það hefur eiginlega legið i loftinu að vegna þess að Magnús varð fyrstur til að kynna mörg erlend samtímaskáld hér- lendis hafi hann hlotið að vera einn brautryðjendanna. An þess að gera litið úr þessu starfi bendir Eysteinn á að Magnús gerbreytti oftlega formgerð þeirra ljóða sem hann þýddi, og dæmið um Malbik Lundkvists er afskaplega sterkt. Þar hefur Magnús snúið dæmigerðu módernísku ljóði í hefðbundið kvæði. Hins vegar bendir Eysteinn, lika réttilega, á að Magnús var jafnan nokkuð tvibentur i afstöðu sinni til módernismans og i þýðingarbrotinu úr Eyðilandinu (The Waste Land — Landauðnaland kallaði Stefán G. það) eftir Eliot kveður við allt annan tón. Þegar kemur að deilunum um nútíma- list og ljóðagerð á fimmta og sjötta ára- tugnum hefur Eysteinn unnið harla gott starf að safna saman svo mörgum merkum tilvitnunum sem þarna er að finna. Vafa- laust mun einhverjum enn þykja sárt að minnt sé á að kenningar Jónasar Jónssonar um myndlist (og reyndar aðrar listgrein- ar) áttu sér býsna nákvæma hliðstæðu í Þýskalandi hjá Hitli bónda, og enn er langt í land að maður geti gert sér al- mennilega grein fyrir hlutverki þess undarlega manns í þjóðarsögunni á þessari öld. En i þessu sambandi er alveg ljóst hvar við höfum formann Menntamálaráðs á þeim tíma. — Reyndar er umræðan sú séð úr fjarska sumpart grátbrosleg, eins og Eysteinn víkur líka að, því þarna töluðust menn ekki við heldur hjá. Gott mark um það er notkun orðsins form. Með þvi áttu a. m.k. sumir talsmenn módernismans við það sem nú er kallað formgerð (strúktúr) og tekur til fjölmargra þátta ljóðsins í senn. En talsmenn hefðarinnar virðast hins vegar einkum og sér í lagi hafa verið að tala um bragreglur þegar þeir brugðu i munn sér þessu orði. Þar með varð um- ræðan marklaus, hver talaði fram hjá öðr- um. Eysteinn hikar að vísu mjög við að fullyrða nokkuð, en þó segir hann: „Vandlætararnir virðast alls ekki hafa gert sér grein fyrir þeim breytingum sem gagngerðastar voru, eða þá að þeir skildu þær ekki.“ (bls. 288). Þeim sem þetta ritar finnst einhvern veginn síðari kosturinn sé sá eini rétti: menn skildu alls ekki hvað var að gerast. Þetta sannast kannski best af því að hugsa til að almennt mun vera litið svo á að Þorpið sé atómljóð af því það er óstuðlað og hreint ekki rímað. Eysteinn sýnir hins vegar réttilega fram á að þar er hreint ekki ort með módernískum hætti. A hliðstæðan hátt var Steini Steinarr gjarna brigslað um að kunna ekki bragreglur — þó svo langflest ljóða hans væru ort með keipréttum ljóðstöfum, jafnvel rímuð! 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.