Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 59
Unglingar í Reykjavík
Varmahlíð í Skagafirði. Sú rannsókn hefur ekki birst opinber-
lega, en niðurstöður hennar eru til í ritgerð, sem við skrifuðum
þá. Þetta kom okkur á sporið því rannsóknin spurði miklu fleiri
spurninga en hún svaraði svo það var einsýnt að halda þyrfti
áfram. Edvard Befring var einn af kennurum okkar á þessum
tíma og hafði þá umsjá með rannsókn á unglingum í Vestur-
Noregi og á Jótlandi. Þegar hann frétti af þessari athugun okkar
hvatti hann okkur til að gera stóra athugun til samanburðar við
sínar — og við slógum til. Þá vakti ekki síst fyrir okkur að gera
rannsókn, sem hægt væri að nota — rannsókn til að breyta,
þ. e. a. s. til að styðja hugmyndir og taka ákvarðanir.
Jónas Við tókum okkur saman sjö, bjuggum til spurningalista með
þann danska og þann norska til hliðsjónar. Hann á að fá fram
margvíslega þætti í lífi unglinga: fjölskyldulíf, skóla, „afbrot",
kynlíf, áfengis- og fíkniefnaneyslu, einelti og stríðni og frí-
stundir — og viðhorf þeirra til allra þessara þátta. Einnig spurð-
um við um atriði, sem varða félagslegan bakgrunn. Við vildum
afla upplýsinga til að nota í umræðu og miðla til þeirra sem hafa
hönd í bagga með unglingum: fræðsluyfirvalda, kennara, og
líka til unglinganna sjálfra; ræða þetta við þá og nota ritgerðirn-
ar sem kennsluefni.
Við byrjuðum að ræða könnunina fyrir alvöru í ársbyrjun
1975, forkönnunina gerðum við á Selfossi í árslok 1975, athug-
unina sjálfa í febrúar 1976. Niðurstöður úr tölvuvinnslunni
fengum við svo sumarið og haustið ’76 og fórum að skrifa. Þetta
var gífurlega mikil vinna. Eiginleg vinna við rannsóknina stóð í
þrjú ár samfellt og það er ennþá verið að vinna úr þessum gögn-
um.
Hvaða myncL finnst ykkur rannsóknin gefa af lífi íslenskra ungl-
inga á þessum tíma ?
Asgeir Við gerðum niðurstöðurnar ekki upp í heild — höfum a. m. k.
ekki gert það ennþá. Hins vegar skrifaði hver og einn okkar um
ákveðið svið, um sérstakan hluta af niðurstöðunum. Það er því
ekki um að ræða neina heildarniðurstöðu, sem hægt er að lýsa í
stuttu máli.
Hugo Það hefði mátt hugsa sér ýmis form á heildarúrvinnslu, t. d.
samantekt í einni bók. Danir gerðu skemmtilegan útdrátt úr
305