Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 113
Umsagnir um bakur stöður við krakkana verða til þess að hann skrópar en það gefur honum svo tilefni til að ræða einslega við Hallgrím. Pað er gott að geta talað við einhvern um vanda sinn. Geiri félagi pabba er tekinn fyrir smygl og settur í fangelsi og nú verður pabbi að fá sér alvöru vinnu þar sem ekki fást lengur peningar útúr félagsskapnum við Geira. Það gengur þó ekki sem best, honum gengur illa að finna eitthvað sem hann sættir sig við og líka að tolla í vinnu. Geiri sleppur út og ógnar enn heimil- isfriðnum heima hjá Polla með ærlegu fylleríi og viðeigandi partýi daginn fyrir Þorláksmessu. Jólin og áramótin líða þó friðsamlega og pabbi og Polli eru saman. Um miðj- an janúar er pabbi enn atvinnulaus. Hann hefur verið einn heima og drukk- ið pilsner síðan fyrir jól en drífur sig þá til bráðabirgða í vinnu á eyrinni. Geiri er hættur að sjást svo að Polla finnst að útlitið sé að verða heldur betra. Hann reynir nú að gera sitt til að stuðla að því að heimilislífið færist í réttar skorður og fyrir Polla er það að mamma komi heim aftur og pabbi fái vinnu. Hann sér smá- auglýsingu í Dagblaðinu þar sem óskað er eftir mönnum í trésmíði og er ákveð- inn í að þetta sé einmitt fyrir pabba. Honum hugkvæmist þá líka að hægt sé að tala við mömmu í síma og amma hans leyfir honum að hringja. Hann segir mömmu sinni að pabbi sé hættur að drekka og búinn að fá vinnu og hún lætur líklega yfir að hún muni þá koma heim. Svo fer hann og talar við forstjór- ann sem vantaði menn og allt útlit er fyrir að hann sé búinn að útvega pabba sínum vinnu I lokakaflanum kemur pabbi heim og Polli segir honum frá afrekum sínum. En mitt í ánægjuvímunni yfir að allt sé nú að verða gott aftur verður honum ljóst að pilsnerinn sem pabbi er alltaf að drekka er ekki venjulegur pilsner heldur áfengt heimabrugg. Það veikir vonina og hann þorir ekki að treysta fögrum orðum pabba síns um nýtt og betra líf. Þannig endar sagan og lesandinn er skilinn eftir í óvissunni með Polla sem vonar að allt verði gott en þorir þó ekki að treysta því. Frásagnaraáferð Sagan er sögð í 3. persónu og sjónar- hornið er bundið við Polla. Þar af leið- andi sjáum við alla fullorðna frá sjónarhóli barns og samúð sögunnar er með börnum. Sumum finnst það galli þar sem börn þurfi líka að geta skilið sjónarmið fullorðinna eins og til dæmis í tilvikum eins og þeim þegar foreldr- arnir eru að skilja. Aðrir segja að það sé að vísu rétt en að málstaður barna sé svo fyrir borð borinn almennt að full ástæða sé til að standa heill og óskiptur með börnunum og taka alltaf afstöðu með þeirra hagsmunum. Þetta mun meðal annars vera í grundvallarstefnu hjá Pældíðí-hópnum, eina leikhópnum hérlendis sem hefur sinnt þörfum barna af alvöru. Þó að sjónarhornið sé hjá Polla og aldrei hjá öðrum persónum sögunnar þá skín afstaða fullorðins manns oft í gegn. Þetta á til dæmis við í útlitslýsingum á persónum sem bera með sér neikvæða eða jákvæða afstöðu. „Spengilegur kvenmaður í nýjasta stæl, sem rímaði þó ekki við veðráttuna, sigldi hraðbyri yfir götuna“ (15). Rödd höfundar er líka á ferðinni í upphafi 10. kafla þar sem popp og tískubransinn er gagnrýndur sem hafandi forheimskandi áhrif á fólk. Sömuleiðis sá angi neyslukapphlaups sem endurspeglast í nýjum innrétting- 359
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.