Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 117

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 117
Umsagnir um bxkur orðnir fari að velta vöngum yfir von- lausu hjónabandi sem bitni á börnun- um. Margir fullorðnir lesendur munu væntanlega vera ósáttir við hvernig fjall- að er um skilnaðinn og spyrja sig hvort þessi bók hjálpi nokkuð þeim börnum sem lent hafa í skilnaði. Eg álít að hún hjálpi börnum ekki til að skilja þá flóknu hluti sem valda hjónaskilnaði. Ekki heldur mun þessi bók sætta börn við stöðu sína eða hjálpa þeim að byggja sig upp eftir að hafa lent í skilnaði. En hún er góð að því leyti að hún mun vekja börn til umhugsunar um sína stöðu út frá stöðu Polla. Maður má ekki vera neitt blávatn ef maður á að redda sér í þessu lífi. Og Polli er ekkert blávatn því hann er sá eini í fjölskyldunni sem horfist í augu við vandann í stað þess að flýja af hólmi eins og pabbi hans og mamma gera hvort með sínum hætti, mamma til út- landa og pabbi í brennivínið. Polli getur rætt málið og hann gerir eitthvað til að reyna að bjarga ástandinu. Sagan leyfir okkur að vona sterklega að Polli muni standa sig þrátt fyrir allt. Þuríður Jóhannsdóttir. SÆTIR STRÁKAR I nýjustu bók Magneu Matthíasdóttur, Sœtum strákum,' fer í rauninni mörgum sögum fram og eins og höfundur hafi heykst á að gera upp á milli söguefn- anna og gera einu þeirra rækileg skil. Annars vegar virðist bókinni ætlað að vera einhvers konar raunsæisleg lýsing á lífi ákveðins hóps ungra Reykvíkinga á okkar dögum, hins vegar, eins og nafnið bendir til, „mannsöngur“, andsvar við 1 Skáldsaga. Iðunn. Reykjavík 1981. kvennafarsbókum karlmanna sem eiga auðvitað engan einkarétt á slíkum við- fangsefnum. Ofan á þetta tvennt er smurt þriðja laginu með ýmsum reyf- arakenndum atriðum sem að vísu gætu kannski átt sér stað í Reykjavík nútím- ans en eru hálfutangátta í þessari sögu, eins og þeim sé bætt inn af ótta við að lesanda leiðist. Þar eru m. a. morð og sjálfsmorð, sprengingar og mannrán. Sagan er lögð í munn ónafngreindri stúlku sem býr í gömlu húsi í Reykjavík ásamt félögum sínum, homma, niður- rifsmanni (húsa), táningi í menntaskóla og þremur köttum. Hún vinnur, senni- lega á skrifstofu, ásamt þremur konum sem allar heita Inga og stendur í stopulu ástarsambandi við giftan skrifstofu- mann. Sagt er frá lífi hennar eitt vor og hluta úr sumri. Ymsir atburðir fléttast inn; smáglæpamannaflokkarnir BÍS og SÍS halda sameiningarfund í húsinu, mynda hermdarverkasamtökin Grænu höndina sem sprengir upp Jón Sigurðs- son og rænir ráðherra. Stúlkan kynnist karlmanni og lætur til leiðast að hefja tilraunasambúð með honum í fínni blokkaríbúð en gefst fljótt upp á því. í lokin stendur hún í sömu sporum og í upphafi, komin heim, skrifstofumaður- inn farinn að sofa hjá henni aftur þegar honum hentar, ráðherranum hefur ver- ið skilað — og ekkert hefur gerst. Inn í frásögnina er fleygað köflum þar sem segir frá fortíð ýmissa þeirra persóna sem við sögu koma. Þannig komumst við að því að Niðurrifsmað- urinn er fyrrverandi virkur byltingar- sinnaður marxisti. Alli, einn „sæti strák- urinn“, virðist aðeins yngri árgerð, hippi sem missti hugsjónina af kynnum við harðan veruleika markaðsþjóðfélagsins og hefur nú viðurværi sitt af dópsölu og marga menn í vinnu. 363
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.