Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 107
Ævintýr í Moskvu Hér er aðeins bætt við upphrópuninni til Drottins til að leggja áherslu á leiða Símonar. I Landnámuútgáfunni er hins vegar hert á: Einnig á annan hátt var hann gæfur og viðkomugóður. Andæfði ekki, hvorki með stunum né hósta, að verða að dragnast með hópnum um víðáttumiklar verksmiðjur, íburðarskóla, sjúkrahús af sýndartaginu, fyrir- myndarbúgarða, uppeldisstofnanir fyrir unga, gamla og úrkynjaða, verzlun- arsamstæðubákn ríkisins eða hvað það nú átti að heita, og verksmiðjur, skóla, sjúkrahús, fyrirmyndarbú . . . röðina á enda, hvarvetna þar sem stað- næmzt var til styrktar brennandi rétttrúnaði. (196. bls.). Hér eru komin inn orð og setningar sem lýsa hneigð sögumanns: „sjúkrahús af sýndartaginu", „verzlunarsamstæðubákn ríkisins" og „hvarvetna þar sem staðnæmzt var til styrktar brennandi rétttrúnaði." Annað dæmi um mismunandi hneigð, sem lögð er í frásögnina, er þar sem lýst er viðbrögðum samferðarmannanna við þeirri yfirlýsingu Símonar að hann hyggist heimsækja Maxím Gorkí undir miðnættið. I dönsku gerðinni segir: Den tyske Tolk oplyste — noget uvis — da et passende Uddrag af Símons Program var blevet ham forebragt, at Gorki for 0jeblikket befandt sig paa Krim — og at det jo desuden var Nat. . . (77.—78. bls.). Þessi frásögn verður mun langdregnari í Helgafelli 1942: Túlkurinn, sem talaði við þá þýzku, spurði um ferðaáætlanir Símonar. Guðfræðingurinn þýddi fyrir hann það, sem honum fannst frambærilegt af því, sem Símon hafði sagt — ekkert var fjær Símoni sjálfum en að endurtaka orð sín á öðru máli. Túlkurinn vildi honum og öðrum allt til lags gera, en vissi ekki almennilega, hvað segja skyldi: Maxím Gorkí var langt í burtu — á eyjunni Krím, eftir því sem hann bezt vissi, — enda komið miðnætti. . . Þeir drepa þig, Símon — þeir skjóta þig sem njósnara! sagði guðfræðingur- inn og leizt ekki á blikuna. (328. bls.). Síðustu orðin, sem lögð eru í munn guðfræðingnum, eru hvorki í dönsku gerðinni né Landnámuútgáfunni. Ef til vill er út í hött að sjá í þeim endurspeglast ástand styrjaldartíma þegar meintir njósnarar voru ekki ævinlega látnir bíða dóms. I Landnámuútgáfunni er enn önnur viðbót sem ekki á sér hliðstæðu í fyrri gerðum: Þýzki túlkurinn fræddi nefndarmenn um, óðara og guðfræðingurinn hafði 353
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.