Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 48
Tímarit Mdls og menningar leika best, sagði ráðskonan. — En annars má ég ekki vera lengur að þessu kjaftæði. Mig vantar í matinn strax, annars fáið þið ekkert að éta. — Því sendum við ekki eplahausinn? Hann er, trúi ég, nógu ungur fyrir þig, drundi nú í Steini. — Eplahausinn! Hver er það? spurði ráðskonan, hætti að velta eld- stokknum og horfði í kringum sig í skúrnum. — Nú, þessi dumbrauði drengstauli þarna í horninu, algert lamba- kjöt, ha? sagði Steinn. Ráðskonan yppti öxlum. Það var sem hún næði ekki fullkomlega upp í þetta sprok. — Nú, nú. Hvernig líst þér á stelpuna, strákur! kallaði Fúsi til drengsins. Hann svaraði engu, en grannur líkami hans virtist verða enn grennri og umkomulausari en endranær. — Þú segir ekkert. Heldurðu að hún sé ekki mjúk viðkomu og gott að sofa hjá henni, hélt Fúsi áfram. Drengurinn svaraði engu, en karlarnir hlógu, því þetta var fyndni hjá Fúsa. — A þetta að vera fyndið? Ef svo á að vera, þá finnst mér þetta fúlasta bull. Og ef þið viljið vera skemmtilegir, þá skuluð þið vera það á ykkar kostnað, en ekki þeirra, sem hafa ekki kjark til að svara fyrir sig. Með þeim orðum hvarf ráðskonan úr gættinni og hurðin skall að stöfum. Það varð andartaks vandræða þögn. — Nú þykir mér sjór á attan, tuldraði Fúsi og var ekki frítt við, að hann væri vandræðalegur. — Þið eruð skemmtilegir, sagði loks landformaðurinn og gekk til dyra. — Mikið var, að hann þorði að gefa sig fram, muldraði Fúsi og hafði endurheimt andlitið að mestu. Drengurinn gaut augunum út um gluggaboruna á gaflinum og sá landformanninn og ráðskonuna ganga samstíga upp bryggjuna. Hún var fjaðrandi í spori og rjóð á vanga, þar sem hún þræddi milli pollanna. Lífsgleðin streymdi frá henni og augu hennar hlógu við samferðamann- inum. Já, hún var falleg, ráðskonan, það fannst drengnum. Það var komin nótt, þegar drengurinn paufaðist inn úr dyrunum heima hjá sér og hann valt út af vansæll og þreyttur, án þess að þvo sér sómasamlega. En svefninn varð stuttur. Móðir hans reif hann upp í dögun og dröslaði honum á fætur, þusandi um, að hann mætti ekki 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.