Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 47
Morgundögg stelpur, heldur voru þeir komnir út í pólitík. F>eim kom saman um, að ríkisstjórnin væri afleit, miklu verri en sú er áður hafði verið og hafði hún þó ekki haft margar skrautfjaðrir. Drengnum var sama um allar ríkisstjórnir. Fjandinn mátti vera í ríkisstjórn hans vegna, bara ef hann vildi afnema alla beitningu. Nokkru fyrir hádegið kom ráðskonan í skúrdyrnar. Hún var ung í ljósum slopp, berfætt í tréklossum. Við komu hennar hýrnaði heldur betur yfir mannskapnum. Þeir létu þjóðmálin lönd og leið, en kepptust þess í stað um að vera skemmtilegir. Ráðskonan var komin til þess að biðja einhvern að hjálpa sér við að ná í nætursaltaða fiskinn upp í aðgerðarhús, hún vissi ekki hvar hann væri að finna. Hún var með fat í fanginu og sólskin í hárinu og fín- gerðar freknurnar, sem stráð var yfir nefið, gerðu svipmótið glettnis- legt. Drengnum fannst ráðskonan falleg. — Hérna er bærilegt í soðið, gall í Fúsa og hann sparn fæti við brúnu þykkildi á gólfinu. — Eg get mallað þetta handa þér, garmurinn, ef þú vilt. Þú skalt færa mér það upp, sagði ráðskonan og brosti elskulega til Fúsa. Svo varð hún alvarleg og spurði: — Hvaða kvikindi er þetta? — Veistu það ekki, væna mín? Ertu svona mikill landkrabbi, sagði Fúsi. — Þess vegna á jólunum. Hvað heitir þetta? Þú veist það kannski ekki, Fúsi minn, sagði ráðskonan. — Þetta heitir hraunpussa, sagði Fúsi og var óvenju skýrmæltur. Ráðskonan svaraði engu, horfði ofan í slorugt gólfið og velti tómum eldspýtnastokk með fætinum. Svo leit hún upp og sagði: — Eg ætlaði að fá nætursaltaðan fisk, en ef þið viljið heldur þessa hraunpussu, þá er mér sama. Hérna er fatið. Ráðskonan rétti fram ílátið. — Hægan ljúfan, kondu. Eg skal strjúka á þér keisinn og vita, hvort þú verður ekki spakari, sagði Fúsi. — Uss, blessaður strjúktu keisinn á kerlingunni þinni. Eg vil hafa minn í friði fyrir þér. Ráðskonan vatt sér til í dyragættinni og sloppurinn strengdist um ávalar mjaðmirnar. — Það er nú lítið gaman að strjúka gumpinn á henni Gunnu. Nú vil ég eitthvað ferskara, svaraði Fúsi og skældi sig í framan. — Heyr á endemi. Eg held hún hæfi þér fullkomlega. Lík börn 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.