Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 47
Morgundögg
stelpur, heldur voru þeir komnir út í pólitík. F>eim kom saman um, að
ríkisstjórnin væri afleit, miklu verri en sú er áður hafði verið og hafði
hún þó ekki haft margar skrautfjaðrir. Drengnum var sama um allar
ríkisstjórnir. Fjandinn mátti vera í ríkisstjórn hans vegna, bara ef hann
vildi afnema alla beitningu.
Nokkru fyrir hádegið kom ráðskonan í skúrdyrnar. Hún var ung í
ljósum slopp, berfætt í tréklossum. Við komu hennar hýrnaði heldur
betur yfir mannskapnum. Þeir létu þjóðmálin lönd og leið, en kepptust
þess í stað um að vera skemmtilegir.
Ráðskonan var komin til þess að biðja einhvern að hjálpa sér við að
ná í nætursaltaða fiskinn upp í aðgerðarhús, hún vissi ekki hvar hann
væri að finna. Hún var með fat í fanginu og sólskin í hárinu og fín-
gerðar freknurnar, sem stráð var yfir nefið, gerðu svipmótið glettnis-
legt. Drengnum fannst ráðskonan falleg.
— Hérna er bærilegt í soðið, gall í Fúsa og hann sparn fæti við brúnu
þykkildi á gólfinu.
— Eg get mallað þetta handa þér, garmurinn, ef þú vilt. Þú skalt færa
mér það upp, sagði ráðskonan og brosti elskulega til Fúsa. Svo varð hún
alvarleg og spurði: — Hvaða kvikindi er þetta?
— Veistu það ekki, væna mín? Ertu svona mikill landkrabbi, sagði
Fúsi.
— Þess vegna á jólunum. Hvað heitir þetta? Þú veist það kannski
ekki, Fúsi minn, sagði ráðskonan.
— Þetta heitir hraunpussa, sagði Fúsi og var óvenju skýrmæltur.
Ráðskonan svaraði engu, horfði ofan í slorugt gólfið og velti tómum
eldspýtnastokk með fætinum. Svo leit hún upp og sagði: — Eg ætlaði
að fá nætursaltaðan fisk, en ef þið viljið heldur þessa hraunpussu, þá er
mér sama. Hérna er fatið.
Ráðskonan rétti fram ílátið.
— Hægan ljúfan, kondu. Eg skal strjúka á þér keisinn og vita, hvort
þú verður ekki spakari, sagði Fúsi.
— Uss, blessaður strjúktu keisinn á kerlingunni þinni. Eg vil hafa
minn í friði fyrir þér.
Ráðskonan vatt sér til í dyragættinni og sloppurinn strengdist um
ávalar mjaðmirnar.
— Það er nú lítið gaman að strjúka gumpinn á henni Gunnu. Nú vil
ég eitthvað ferskara, svaraði Fúsi og skældi sig í framan.
— Heyr á endemi. Eg held hún hæfi þér fullkomlega. Lík börn
293