Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 68
Kristín Jónsdóttir Nafnlaus æskuminning Eg vaknaði við það að heit morgunsólin skein beint framan í mig. Ég ætlaði að rjúka á fætur, en minntist þess um leið að betra er að fara varlega þar sem lágt er undir súð. Ég svaf í efri koju í litlu súðarherbergi og því lítið svigrúm til skjótra viðbragða. Ég leit niður og horfði framan í fjögur sofandi andlit yngri systkina minna. I kojunni fyrir neðan mig sváfu tvö þeirra en á gömlum lúnum dívani til hliðar sváfu önnur tvö. Klukkan gat ekki verið margt fyrst enginn var vaknaður nema ég. Ég kúrði mig aftur undir heita og mjúka sængina og lét hugann reika. Það voru ekki nema tæp tvö ár síðan við fluttumst til Reykja- víkur úr litlu sjávarþorpi úti á landi. Pabbi og mamma höfðu farið þangað eftir að pabbi lauk kandidatsnámi í læknisfræði. Þar hlóðu þau niður börnum. Fjögur börn á fimm árum, en minna fór fyrir söfnun á öðrum sviðum. Pabbi var einn af þessum ungu hugsjóna- mönnum, sem trúði því að hægt væri að lifa í samræmi við kenning- ar Marx, þótt menn byggju við vestrænt hagkerfi. Auð- og eigna- söfnun vildi hann í lengstu lög forðast. I nafni Marx tók hann sjaldnast eyri af sínum sjúklingum. Eftir sjö ára basl fluttumst við slypp og snauð til Reykjavíkur árið 1954, og fimmta barnið var á leiðinni. Þessi tvö ár hef ég varla séð pabba. Hann er á endalausum vöktum, dagvakt, kvöldvakt og næturvakt, stundum öllum á einum sólarhring. Hann hlýtur að vera farinn að taka einhverja greiðslu fyrir sína þjónustu því að eftir nokkur ár eigum við að flytja í nýja blokkaríbúð. Við systir mín eigum að vera saman um sérherbergi. Ég heyrði að krakkarnir vöknuðu eitt af öðru. Mamma var farin að klæða yngstu systur mína. Hún bað okkur að flýta okkur út í góða veðrið. Ég dreif mig í fötin og þaut fram í eldhús til að ná sæti. Eldhúsið var það lítið að við gátum ekki öll setið til borðs í einu. Ég skóflaði í mig hafragrautnum svo næsti kæmist að og hljóp út. Uti var glaðasólskin, einn af þessum sólskinsbjörtu sumardögum sem eru svo undarlega margir í minningunni. 314
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.