Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 114
Tímarit Máls og menningar um sem í þessu tilviki sýna vel að fólk er búið að missa sjónar á notagildi hlut- anna. . . .Lóló hafði af sinni alkunnu hug- kvæmni látið breyta nýlega til þess að vera í takt við tímann og nýjustu tískuhræringarnar. Hún hafði sjáif látið sér detta í hug að hafa allar innréttingar í kúrekastíl. Hár- greiðslustofan Hjá Lóló var orðin eins og krá í villta vestrinu. Við hvern greiðslubás voru litlar kráar- hurðir á hjörum . . .(77) I lokin er Geiri „að pæla í að setja upp kínverskan matsölustað“.(202) Svona sneiðar eiga væntanlega lítið erindi við börn en fullorðnir lesendur geta glott. Eg held að heilsteyptari stíll hefði orðið á bókinni ef höfundur hefði haldið sig við að líta á hlutina með augum barns og stillt sig um svona athugasemdir. Höfundur reynir að skrifa mál sem líkist eðlilegu talmáli og tekst fjári vel upp stundum. Einkum er það málfar pabbans og Geira sem verður eðlilegt: „—Við erum að pæla í að kíkja á liðið í Hollywood . . .“ „—Þetta er þrumugóð plata. Þessi Kate Bush. Hún er alveg meiriháttar. Þú ættir að sjá hana í vídeó- inu maður.“(63) Málfar Polla er aftur á móti bókmálslegra og Polli sem persóna er í rauninni ekki eins vel gerður og margar aðrar persónur sögunnar. Börn sem hafa svona stöðu í frásögn vilja reyndar oft verða heldur spekingsleg og að manni finnst ekki alveg raunveruleg. Pabbinn Það er gefið í skyn strax í fyrsta kafla að Polli eigi ekki gallalausan pabba. Bíl- stjóri sem Polli hittir segir honum að pabbi hans hafi slegið úr sér tönn í handbolta í gamla daga. Þó að bílstjór- inn hlæi að þessu þá munu lesendur bókar taka pabbanum með varúð. Þegar pabbinn kemur fyrst fram í eigin persónu er mamma flutt út og hann situr heima og leggur kapal, held- ur aumkunarverður. „I augum hans mátti sjá glampa af sakleysi og um- komuleysi.“(39) Þegar hann svo fer að segja Polla frá því sem gerst hefur koma þegar margir veikleikar hans í ljós. Hann gerir enga tilraun til að setja sig í spor Polla og það er líkara því að hann sé að tala við sjálfan sig en barn. En ég lét hana bara rausa. Það sem hún sagði fór inn um annað eyrað og út um hitt. Svo strunsaði hún út. Skellti á eftir sér og fór. Þá var ég hissa. (38) Maður nær ekki upp í svona lagað. (39) Það er lóðið. Pabbi Polla skilur aldrei hvað um er að vera enda reynir hann aldrei að velta neinu fyrir sér í alvöru. Polli er látinn virða pabba sinn fyrir sér. Lítill og feitlaginn. Hann var vanur að vera í skóm með dálítið háum hælum til þess sýnast hærri í loftinu. Hann var nýlega orðinn þrítugur en var eins og unglingur að sjá í þröng- um gallabuxum og í bol með skrípa- mynd á brjóstinu. (40) Auðvitað þykir flestum börnum vænt um foreldra sína og það er vakin athygli á því hvernig væntumþykjan og ásökun- in togast á í Polla. „Polla fannst það vera sök pabba síns hvernig komið var. Samt gat hann ekki áfellst hann. Hann gat ekki annað en vorkennt honum!" (40—41) Hlutadýrkun og 360
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.