Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar yrði sjálfsagt allt í rusli aftur, þessir karlar voru svo miklir sóðar. — Heldurðu að Alli sé einhversstaðar með kíkinn að kíkja á okk- ur? spurði Maja. — Nei, ætli hann sofi ekki enn á sínu græna eyra og hrjóti, það mætti segja mér það, svaraði ég, settist þó upp og leit í kringum mig til vonar og vara. — Ef þeir gætu nú séð í gegnum sundbolinn, sagði Maja og skríkti niður í bringuna á sér. Það væri nú alveg. . . Og svo skelltum við báðar upp úr. Þetta var eitthvað svo spennandi og hálft í hvoru vonaði ég að strákarnir kæmu. Þó var sú von ekki laus við kvíða og ég roðnaði við tilhugsunina um hvernig ég var orðin. Ég var nefnilega komin með dálítil brjóst, bráðum yrði ég sennilega að fara að nota brjóstahaldara, því ég fann svo til í brjóstunum þegar ég hljóp eða var á hestbaki. En þó var hitt miklu hryllilegra að það var farinn að myndast smá hárbrúskur á svo hræðilegum stað, og ég roðnaði enn meira við tilhugsunina um ef strákarnir kæmust að því. Ég öfundaði Maju af því hvernig hún var. Hún var lítil og mjó og hvorki með brjóst eða hárbrúsk. Svo var hún líka fljót að hlaupa. Rósa Hlín sem fram að þessu hafði unað sér sæl með bangsann sinn í blíðunni var nú tekin að ókyrrast og bjóst til að fá sér gönguferð út á túnið. Ég kallaði á hana en hún sinnti því auðvitað engu. Ég varð því að standa á fætur og hlaupa á eftir henni. Þegar ég kom til baka varð mér litið fyrir húshornið og sá þá hvar strákarnir læddust í átt til okkar, Alli fremstur með fulla fötu af vatni. Ætlun þeirra gat ekki verið nema ein. Ég æpti upp og kallaði: — Maja, Maja, varaðu þig. Alli er að koma með vatn, hlauptu strax. Maja hentist á fætur og við tókum á rás út túnið og rétt gátum forðað okkur undan ískaldri gusunni sem lenti öll á teppinu. — Helvítis klaufi varstu Alli að hitta ekki stelpurnar, sagði Hall- dór hlæjandi. — Þær sleppa sko ekki næst, svaraði Alli argur. Passið ykkur bara. Við Maja hlógum og skemmtum okkur dátt yfir klaufaskap Alla. — Jæja strákar, drífið ykkur í áburðinn, ég ætla að skreppa niður í hólf og athuga hvort Vaka er köstuð, sagði Halldór. Hann átti mörg hross, meira að segja graðhest sem hét Lýsingur. Hjá honum 298
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.