Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar af hendi höfundar, líklega sú best gerða í sögunni. Mamman Mamma Polla er flink hárgreiðslukona með bein í nefinu. „Hún var klædd í það nýjasta úr einhverri tískubúðinni: þröngan, skærbleikan samfesting með rennilás á vösunum. Hún tiplaði um eldhúsgólfið á háum hælum . . .“ (51) Pó söguhöfundur hafi vissa samúð með mömmunni í skilnaðarmálinu er lögð áhersla á að sýna sjálfselsku hennar og það að velferð barnanna skuli ekki skipta hana meira máli en raun ber vitni. Polli er kvíðinn þegar hún segist vera að fara til Spánar en hún segir: „Eg segi fyrir mig að ég mundi hafa ofsalega gott af að komast í burtu“ (81) Meðan á samtalinu stendur lakkar hún neglurnar sem undirstrikar e.t.v. meiri áhuga á eigin persónu en barnsins. Þó kemur seinna í ljós að hún hefur rætt við Hallgrím kennara áður en hún fór og látið í ljós áhyggjur sínar af líðan Polla. Polli og lesendur skilja líka vel að hún geti ekki komið heim meðan pabbi kýs að drekka og stunda ólöglegt brask með Geira. Þar sem mamma er á Spáni stærstan hluta sögunnar verður hún miklu fyrir- ferðarminni persóna en pabbinn en það má öllum ljóst vera að það eru engir fyrirmyndarforeldrar sem Polli á. Bodskapurinn og lesendurnir Höfundur vill deila á foreldra og annað fullorðið fólk fyrir forheimskun, hugs- unarleysi og sjálfselsku í samskiptum við börn. Fólk gefur börnum ekki nógu mikinn tíma, það svíkur loforð og ræðir ekki mikilvæg mál við börnin. I sögunni er Hallgrímur kennari settur upp sem andstæða foreldranna. Hann gleymir t.d. að fara í frímínútur af því að hann er að ræða málin við börnin. Athyglisvert er hvernig klæðaburður er látinn undir- strika það jákvæða í fari Hallgríms. Hann er ekki að eltast við tískuna. „Yf- irleitt var hann í snjáðum gallabuxum eða hólkvíðum molskinnsbuxum og í mussum eða furðulegum skyrtum sem voru með eða án kraga.“ (70 — 71) Svo er hann líka með sítt hár og skegg. (Það eru gömlu hipparnir sem binda má von- ir við, er það ekki?) Engum dylst að þessi saga er þörf áminning til foreldra en hvernig skyldi boðskapurinn komast til skila til barna? Athuganir hafa sýnt að börn á aldrinum 7—12 ára eru ekki komin á það þroska- stig að þau séu fær um að alhæfa. Þau munu því ekki álykta út frá sögunni að allir foreldrar séu tillitslausir og allir kennarar frábærir, heldur munu þau bera sína foreldra saman við Polla for- eldra og kennarann sinn saman við Hallgrím. Það að foreldrar Polla eru gallagripir sem þó er ekki alls varnað orkar þannig á börnin að þau fara að velta fyrir sér hvernig þeirra foreldrar séu og það verður réttlætiskrafa að þeim sé sinnt, að foreldrar gefi börnunum tíma. Það er börnum yfirleitt viðkvæmt mál ef vand- ræðaástand er á heimilinu og ekki auð- velt að tala um það. Það má nota bókina um Polla til að koma af stað umræðum um slík efni. Ég veit að þessi bók hefur reynst vel til slíkra hluta bæði fyrir börn sem hafa átt erfitt og eins sem upplestr- ar og umræðuefni fyrir heila bekki. Sagan endar í óvissu en þó í veikri von. Alltof mörg börn búa við óvissu um hagi sína. Þessi börn geta lítið nema vonað það besta. Polla hlýtur að finnast best að mamma komi heim þó að full- 362
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.