Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Side 41
Morgundögg læra, beitningu ekki síður en annað, ef áhugann vantar ekki. Svo er þetta heldur vel borgað," hafði faðirinn klykkt út með og þar með hafði teningnum verið kastað. En það var bara einn stór galli á þessari ákvarðanatöku föðurins, drengurinn hafði ekki áhuga á þessu starfi. Hann ætlaði að verða skáld og þau mátti ekki hneppa í fjötra innan fjögurra veggja óhrjálegs beitn- ingaskúrs. Þau áttu að ganga frjáls úti í náttúrunni, hlusta á þyt vindanna og hjal lækjanna, anda að sér ilmi blómanna og horfa á mynd- sköpun skýjanna, festa þau áhrif á pappír. Þar var hugurinn frjáls, en í beitningaskúrnum var hann í eins konar gapastokk. Þar var ekki hægt að hugsa. Þar varð maður að standa í slorinu og skera síld, beygja króka, bæta á og hringa línuna ofan í stampinn, hring eftir hring, eilífa hringi, þangað til þessi hringavitleysa hafði brennt sig inn í vitundina, svo maður vaknaði við það á nóttunum, að þessir hringir væru að vefj- ast að manni, ætluðu að kyrkja mann. Það var hræðilegt, það voru and- legar pyndingar. En þetta gátu foreldrar hans ekki skilið og kölluðu þessar mótbárur hans leti og faðir hans bætti ómennsku við um leið og hann hafði hvolft í sig kaffinu og rokið út, til að tjasla í girðingar eða moka skít. Það tjóaði ekki að mæla í mót þessari visku. Drengurinn varð að sætta sig við að vera talinn í hópi þeirra fullorðnu, þar sem hægt var að leggja vinnuframlag hans á metaskálar, en barn þegar sjálfs- ákvörðunarréttur hans var metinn. Karlarnir í beitningunni höfðu hvorki tekið honum vel né illa, litu á hann sem hálfgert skítseiði og ekki til stórræða. Að vísu var jafnaldri hans í beitningunni, en hann var stærðar drjóli, fílsterkur með hýjung á vöngum og efri vör. Karlarnir kölluðu hann glerkuntuhýjung og hlógu að. Drengurinn hafði minnimáttarkennd gagnvart þessum þreklega fermingarbróður, sem var nærri eins og fullorðinn maður. Hann klæmdist með körlunum, tók í nefið hjá einum og fékk sér vindling hjá öðrum. Hann varð líka fljótt klár í beitningunni, féll strax inn í um- hverfi beituskúrsins, áhuginn á verkefninu var í blóðinu, hugurinn á staðnum en ekki út í tóminu. Og þegar drengurinn horfði á þennan fermingarbróður rífa niður síldina af offorsi, sneiða hana átakalaust niður, þá fylltist hann enn meiri vanmætti og fannst staða sín í þessum heimi slæm. Hann fann og vissi, að hans handbragð stóðst ekki sam- jöfnuð. Fyrir honum var það mesta basl að rífa niður og skera hálf- frosna síldina. Það voru heldur hræmuleg vinnubrögð. Ekki bætti það 287
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.