Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Blaðsíða 77
Ljiíflingar og fleira fólk báðum heimum. Barnsfæðingar, hið eilífa kvíðaefni kvenna, ekki síst í læknislausu landi, krefjast t.d. skilyrðislausrar samstöðu. Huldukona sem ekki getur fætt barn sitt á sér þá einu björgunarvon að mennskur maður eða kona fari um hana höndum. Það er mikill glæpur að skorast undan því. Þegar kýr álfkonunnar bregst leitar hún á náðir grönnu sinnar í mannheimum sem miðlar henni af sínum litlu birgðum, svona eins og einni könnu á dag svo börnin megi lifa af veturinn. Að launum þiggur grannkonan falleg föt eða góða gripi, en af slíku virðist alltaf vera meira til í álfheimum. Og að sjálfsögðu vantar ekki ástina, hvorki þá leyfðu né hina forboðnu. Þar verða kannski hvað mestir árekstrar. Afstaðan til þessarar ósýnilegu veraldar í klettum og hólum er tvíbent. Annars vegar er óttinn við það óþekkta, hins vegar vonin um annað og betra líf, leiðir sem eru mönnum lokaðar í hörðum heimi hversdagsins. I álfheimum er draumaprinsinn sem ekki fyrirfinnst í sveitinni, skartklæðin sem geta breytt fátækri smalastúlku í glæsikvendi og þarmeð skaffað henni gott gjaforð, silfur og gull sem gerir sauða- manni kleift að komast yfir jörð, en þessar eru tvær helstu leiðir vinnufólks upp samfélagsstigann. Huldufólkið launar ríkulega þeim sem gerir því gott en refsar hinum jafn grimmilega og er þá oft einmitt að framfylgja því réttlæti sem vill verða misbrestur á í mannheimum. Þegar fyrrnefndar 110 sögur eru skoðaðar með hliðsjón af frásagnar- lögmáli Propps kemur í ljós að mjög margar þeirra hafa formgerð sem er kjarninn úr ævintýramódeli hans, þ.e. einhvers konar prófraun söguhetju, eina eða fleiri, en eins og flestir kannast við er þrítekning slíkra prófana mjög algeng í ævintýrum. Algengt er að nokkrar, jafnvel margar sögur hafi í grundvallaratriðum sömu formgerð þó yfirborðs- gerðirnar virðist ansi ólíkar við fyrstu sýn. Með öðrum orðum; beina- grindin er sú sama þó holdið á beinunum sé misjafnt að magni og gerð. I slíkum tilvikum verður hér á eftir oftast talað um mismunandi gerðir sömu sögu. Trúlegt virðist að vinsælar og útbreiddar sögur spegli öðrum fremur hugsunarhátt og áhugamál almennings. Hér verður því byrjað á að skoða einn stærsta hópinn, sögur um jóla- og nýársgleðir álfa og afdrif þeirra mennsku manna sem verða vitni að þeim. Þær eru í kringum tuttugu talsins og í tveim allólíkum gerðum eftir því hvort söguhetjan er karl eða kona. Þá verður fjallað um annan vinsælan hóp sem kalla mætti kvennafarssögur eða amorsleiki í álfheimum. Þar koma kynlífsvandamálin fram á sjónarsviðið, efni sem er algerlega forboðið í 323
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.